Úrval - 01.11.1954, Síða 23
VIÐ VERÐUM TIL VIÐ SPRENGINGU
21
ekki. Þess vegna myndast ein-
faldlega æð, sem leiðir það ut-
an hjá.
En svo rennur upp sá dagur,
þegar barnið þarf sjálft að anda.
Aðstæðurnar breytast, og það
gerist á örfáum sekúndum.
Lungun og æðar þess þroskast,
og æðin, sem til þessa leiddi
blóðið utan hjá lungunum, lok-
ast. Allt þetta gerist alveg af
sjálfu sér.
Hvernig vita þær milljónir ör-
smárra fruma, sem mynda líf-
færin og eiga þátt í þessari
breytingu, að þær eiga einmitt
að vinna á þennan hátt?
Þetta er aðeins ein furða fóst-
urþróunarinnar af mörgum, sem
maður botnar ekkert í. En rann-
sakendur vinna dag hvern af
alefli á ólíkum sviðum, ekki að-
eins af því, að þeir sem vís-
indamenn vilja vita hið sanna,
heldur einnig af því, að hver ein-
stakur hlekkur í þessari við-
bragðakeðju er stórlega mikil-
vægur fyrir læknisfræðina, til
að vita rétta meðferð sjúkdóma.
Vegna þessara rannsókna hafa
t. d. mörg barnlaus hjón orðið
glaðir foreldrar, og óteljandi
snemmfædd börn vaxa nú upp
og verða eðlilegt, heilbrigt fólk.
E. H. þýddi.
0-0-0
Nýtízku spákona.
Ég- hef það starf að stjórna polygrapli, eða lygamæli eins
og hann er oftast nefndur í daglegu tali. Mælir þessi er not-
aður til að prófa sannsögli manna, t. d. fyrir rétti, og eins
nota vinnuvei'tendur hann í sambandi við hæfnispróf fyrir
starfsmenn.
Dag nokkurn kom ung stúlka til mín á skrifstofuna og
spurði mig hvernig lygamælirinn ynni verk sitt. Ég skýrði
fyrir henni, að hann mældi blóðþrýstingsbreytingar, svitnun
og önnur líkamleg einkenni, sem tilfinningarnar orsökuðu. Þann-
ig mætti mæla tilfinningaviöbrögð manns, sem spurður. væri
um eitthvert tiltekið atvik, stað eða einstakling.
Hún kvaðst vilja láta prófa sig og gaf mér upp tvö nöfn,
Jim og Bill, er ég ætti að nota við prófið.
Ég tengdi hana við mælinn og bar fram nokkrar tilrauna-
spumingar eins og venjulega, en inn á milli skaut ég tveim
spurningum: „Elskið þér Jim?“ og „elskið þér Bill?“ Eftir
tvö próf var ekki um að villast, að viðbrögðin við seinni spurn-
ingunni voru sterkari.
Þegar ég sagði henni það, kinkaði hún kolli. ,,Ég hef verið
dálítið með báðum þessum mönnrnn í nærri þrjú ár,“ sagði hún,
„og nú hafa þeir báðir beðið mín. Mér fannst Bill vera sá
rétti — en Jim er svo indæll, að ég gat bara ekki ákveðið
mig. Ég þakka yður fyrir, nú er ég ekki lengur í vafa.“
A. R. Wadell í „Reader’s Digest".