Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 28
Sænskur prófessor segir frá ýmsiun skemmti-
legum dæmum um erfiðieika í sambandi við
þýðingar á framandi tungur.
Lamb eða kópur?
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Johannes Lindbiom.
TUNGUMÁL geta verið við-
sjál og varhugaverð hvort
sem þau eru töluð eða skrifuð.
Sá sem þýðir úr einu máli á ann-
að á oft í miklum erfiðleikum og
honum getur orðið á að gera
alvarlegustu axarsköft. Þetta á
einkum við þegar um þýðingar
úr skyldum málum er að ræða.
Sömu eða svipuð orð geta sem
sé haft gerólíka merkingu í
hinum ýmsu málum.
Ekki tekur þó betra við þegar
þýða skal á óskylda, framandi
tungu, þegar maður verður að
flytja sig yfir á annað menn-
ingarsvæði. Kristniboðar kynn-
ast þessu af eigin reynd, þeg-
ar þeir fara að þýða Biblíuna
á afríkumál, indversku, polýnes.
isku, eskimóamál og mállýzkur.
Hinar ýmsu tungur skortir oft
orð yfir hluti og hugtök sem
nefnd eru í Biblíunni; ennfrem-
ur getur orð, sem virðist að
öðru leyti nöthæft, haft ein-
hvérja aukamerkingu, sem úti-
lok-ar nótkun þess. Biblíuþýð-
endur verða: því einatt að beita
mikilli hugkvæmni, ef þeim á að
takast að finna viðunandi orð
eða orðasambönd. Við minnumst
orða Jóhannesar skírara í Jó-
hannesarguðspjalli, um „Guðs
lambið“. Það eru til Eskimóar,.
sem hvorki hafa séð lamb né
heyrt þess getið. Mér er sagt
að kristniboðar noti orðið „kóp-
ur“ í staðinn fyrir ,,lamb“, til
þess að gera Eskimóunum skilj-
anlegt, hvað við er átt. Það orð
skilja þeir strax, og það skapar
rétt hugmyndatengsl hjá þeim.
Á Indlandi er kýrin talin heil-
agt dýr og óhæfa að deyða kálf.
Það er því vitanlega mikið
vandamál hvernig þýða beri
sumar frásagnir úr Biblíunni án
þess að hneykslun valdi, eins
og t. d. þegar talað er um að
slátra alikálfinum. Á tamilmál-
inu á Suður-Indlandi bjargast
menn við orð sem getur þýtt
afkvæmi asna, fíls eða úlfalda,
eða setja ,,sauðkind“ í staðinn
fyrir ,,kálf“ eða eitthvað þess-
háttar. Á Suður-Indlandi sést
aldrei snjór. Menn skrifa „fros-
in dögg“. Ýmsar siðvenjur, sem
eru eðlilegar og sjálfsagðar í
okkar augum, verða sumum
þjóðurn hneykslunarhella. Það