Úrval - 01.11.1954, Side 31
LAMB EÐA KÓPUR?
29
hagar þýðingu sinni eftir því
sem hann telur að eigi við.
#
Prófsteinninn á hæfni þýð-
andans er hvernig honum tekst
að varðveita sérkenni frumtext-
ans án þess að misbjóða mál-
inu, sem hann þýðir á. Nýja
testamentið, en þó einkum
Gamla testamentið, er mjög háð
stað og tíma, og sá blær verð-
ur að haldast. Líkingamálið í
Gamla testamentinu er gerólíkt
því, sem tíðkast í bókmenntum
Vesturlanda, en það er einmitt
líkingamálið, sem opnar okkur
innsýn í heim Austurlanda, nátt-
úru hans og menningu. Þess-
vegna þorir góður þýðari ekki
að hrófla við líkingamálinu,
enda þótt það kunni að vera
honum á móti skapi.
Jeremías spámaður líkir þeim
Israelsmönnum, sem herleiddir
voru af Babýloníumönnum, við
körfu með nýjum fíkjum, en
hinum, sem heima sátu, við
körfu með skemmdum fíkjum.
Við myndum ekki nota svona
líkingu. En sá, sem hefur gengið
um sölutorgin í gamla borgar-
hlutanum í Jerúsalem á heitu
síðsumarkvöldi, hlýtur að játa,
að líkingin sé bæði sönn og rétt.
Stíll er ekki aðeins þýðing-
armikill þáttur í lífinu sjálfu,
heldur einnig í bókmenntunum.
Það er líka hægt að tala um
stíl, þegar litið er á Biblíuna
í heild. Málið klæðist mismun-
andi búningi, ef svo má að orði
komast; það getur t. d. verið
í hátíðaklæðum eða hversdags-
búningi. Þegar um Biblíuþýð-
ingu er að ræða, er stíllinn mjög
mikið atriði. A stíllinn að vera
forn eða laga sig eftir nútíma-
máli? Á hann að vera hátíð-
legur eða nálgast almennt tal-
mál? Á hann að vera orðfár,
þótt frásögnin verði ógleggri
fyrir þá sök, eða margorður og
skýr ? Um þetta hefur lengi ver-
ið deilt og er deilt enn þann
dag í dag.
Ó. B. þýddi.
P P P
Á þingi Frakka.
Kosningaréttur kvenna var til umræðu í franska þinginu.
Einn þingmanna var að halda ræðu og talaði máli kvenþjóð-
arinnar af mikilli mælsku: „Það væri hneisa fyrir þingið að
veita konum ekki kosningarétt! Hví skyldu karlmenn hafa
rétt til að kjósa, en konur ekki? Hver er munurinn?"
Gall þá einn þingmanna við: „Lifi munurinn!" Og allur
þingheimur tók undir: „Lifi munurinn!"
— English Diges’t.