Úrval - 01.11.1954, Side 33

Úrval - 01.11.1954, Side 33
RAFMAGNSVEIÐAR í SJÓ 31 magn og þarf þessvegna meiri straum. I ám og vötnum eru rafmagnsveiðar þegar byrjað- ar, í Ameríku og víðar, og eru miklar vonir tengdar við þær. Gerum t. d. ráð fyrir að við viljum losna við sérstaka fisk- tegund í tjörn eða á, en láta aðrar vera kyrrar. Með rafmagni er hægt að veiða alla fiska á til- teknu svæði, velja þær tegundir úr, sem eiga að lifa áfram og sleppa þeim. Þessa aðferð er einnig hægt að nota til að hjálpa laxi að komast upp ár til að hrygna. Nota má rafmagnið til að stjórna ferðum laxins t. d. framhjá innstreymisopi hverfils (túrbínu) eða öðrum hættum og leiða þá að „fiskistigum", sem þeir geta farið upp. Af rafmagnsveiðum í sjó vænta menn sér þó miklu meira. Fiskifræðingar sjá í anda stór- ar torfur af þorski, síld eða makríl, sem reknar eru um haf- ið, eins og nautpeningur á hin- um víðáttumiklu sléttum í vest- urríkjum Bandaríkjanna, þang- að sem nægileg áta er í sjónum, og þeim haldið þar innan raf- magnsgirðingar. Síðan er fisk- urinn veiddur eftir þörfum. Matvælaframleiðsla manns- ins á landi hefur gengið gegn- um þrjú þróunarstig: veiðar, hjarðmennsku og ræktun. Hell- isbúinn var aðeins veiðimaður, sem lifði á þeim dýrum er hann náði til að drepa. Seinna gerð- ist hann hirðingi, rak hiörð sína stað úr stað, úr einum bit- haga í annan. Loks gerðist hann bóndi. Hann girðir land sitt og aflar fóðurs handa búpeningi sínum. Matvælaöflunin í sjónum — sem þekur nærri þrjá fjórðu af yfirborði jarðarinnar og er miklu auðugri af matvælum en þurrlendið — er enn á sama stigi og veiðimennska hellisbúans. Árlega eru veiddar 25 milljón- ir lesta af fiski til neyzlu í heim- inum. Það er ekki nóg. Meira en helmingur mannkynsins fær ekki nægju sína af mat. Ef all- ir eiga að fá nóg að borða, verð- ur að nýta betur auðæfi sjávar- ins. Þann helming mannkynsins, sem býr við vaneldi, skortir einkum eggjahvíturíka fæðu, en fiskur er einmitt slík fæða. Sem stendur er fiskur aðeins tíundi hluti þess sem mannkynið neyt- ir af eggjahvíturíkri fæðu. Karl Compton, sem nú er lát- inn, skrifaði: „Hví skyldi ekki mega finna aðferð til að stunda búskap í sjó af jafnvísindalegri þekkingu og búskapur er nú rek- inn á þurru landi?“ Tilraunir dr. Kreutzers og annarra munu ef til vill veita svar við þess- ari spurningu. Fiskiræktun í fersku vatni er raunar engin nýjung. Á undan- förnum árum hafa þúsundir veiðitjarna verið teknar í rækt- un. Bóndinn ber áburð í tjörn- ina, ýmist búfjáráburð eða til- búinn áburð. Við það eykst jurtagróðurinn í tjörninni, sem er næring fyrir ýmsa smáfiska,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.