Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 39
MANNLEG SAMSKIPTI
37
En hvort sem okkur líkar
betur eða verr, þá búum við
saman í heiminum, og þess
vegna verður okkur að lærast
að skilja hverir aðra.
Þetta gætu virzt innantóm
orð. Hvað getum við, sem ein-
staklingar, í rauninni gert; við
vitum auðvitað, að allir menn
hneigjast til bræðralags, en hvað
tjóar það, fyrst örlögum okkar
virðist stjórnað af máttugri öfl-
um, svo sem viðamiklum efna-
hags-, stjórnmála- og hug-
myndakerfum, sem eru ótengd
einstaklingunum ? Að mínu áliti
tjóar það samt í tvennum afar
mikilvægum skilningi. I fyrsta
lagi bíðum við mikið afhroð, ef
okkur misheppnast að skilja,
hvernig aðrar þjóðir lifa og
hugsa og finna til: ef við höld-
um augunum opnum, getum við
auðgazt mikillega á listum
þeirra og bókmenntum. En auk
þess og öllu fremur skerðist að
nokkru manngildi okkar, rétt
eins og þegar okkur mistekst
að viðhalda vináttu.
Ég er ekki að halda því fram,
að við þurfum að læra meira en
við þurfum að kenna. Þetta er
gagnkvæmt. Staðfesta hins
brezka þjóðfélags hefur til dæm-
is valdið mörgum þjóðum öfund-
ar, en án utanaðkomandi áork-
unar gætum við stirðnað í lífs-
háttum okkar og kreddum. Mik-
inn hluta af hæfileikum okkar
eigum við það að þakka, hve
hugvitsamlega við höfum til-
einkað okkur lærdóma dregna
af öðrum þjóðum handan við
höfin og samhæft þá snilligáfu
okkar eigin þjóðar.
Annað mælir enn ákafar með
því, að við skulum hafa samúð
með öðrum þjóðum. Forsjón
okkar er að miklu leyti falin í
ályktunum, sem standa fjarri
daglegum nauðþurftum og
einkareynslu karla og kvenna.
Stjórnendur okkar þurf að taka
tillit til víðtækra kerfa, sem eru
efnahagslega og hernaðarlega
mikilvæg. Þetta er þeirra hlut-
verk, en að baki morar hinn
óteljandi manngrúi, sem aðgerð-
ir þeirra hrína á. Ég held, að
hlutverk okkar, óbreyttra
manna og kvenna, sé að hafa
það sífellt hugfast, að eini líf-
væni tilgangurinn með öllum
þessum aðgerðum er, að aðrir
menn og konur, eða jafnvel við
sjálf, getum lifað í friði og tek-
ið vizku fram yfir fávizku,
dyggð fram yfir vonzku. Ef okk-
ur heppnast þetta, ef við getum
hliðrað okkur hjá því að verða
leiksoppar haturs og sundrung-
ar, þá hefur okkur vel farnazt.
Við búum í lýðræðislegu þjóðfé-
lagi, hvað sem öðru líður, og
eigum því nokkra hlutdeild í
ríkisstjórninni og sambandi
hennar við aðrar þjóðir.
En hvemig getum við risið
gegn hinum máttugu og sann-
færandi röddum, sem bjóða okk-
ur að fyrirlíta eða auvirða hátt-
erni og trú útlendinga? Getum
við það án þess að þekkja neitt
til þessara þjóða? 1 fyrsta lagi