Úrval - 01.11.1954, Side 42

Úrval - 01.11.1954, Side 42
40 ÚRVAL Þetta er sagan um sorgleg endalok glæsilegs rannsóknar- ferils. En hún getur gefið oss nokkra innsýn í hugmyndaheim frumstæðra þjóða. Maðurinn sem drap Cook vildi ganga úr skugga um hvort hann væri í raun og veru guð. Til þess gerði hann tilraun, raunar mjög áhættusama tilraun frá hans sjónarmiði. Hugsið yður, að hér hefði verið um að ræða raun- verulegan guð, sem snúizt hefði reiður við þessu tiltæki- En Cook stóðst ekki prófið. Það hlaut að vera lélegur stríðsguð, sem kveinkaði sér undan svona vesælu höggi í hnakkann. Hann hafði bersýnilega ekki nægilegt mana — svo að notað sé orð úr suðurhafseyjamáli, sem nú er notað í almennri trúarbragða- sögu. Orðið var tekið í notkun seint á 19. öld. Árið 1878 hélt hinn kunni þýzki málfræðing- ur og trúarbragðasagnfræðing- ur Max Miiller fyrirlestra í Ox- ford um uppruna trúarbragða. Hann vitnaði þar í bréf frá trú- boðanum R. H. Codrington, sem starfaði í mörg ár á Nýju Hebridiseyjum og Salómonseyj- um. Codrington hafði í bréfi þessu talað um, að eyjaskeggj- ar tryðu á kraft, með öllu óskyldan orku efnisheimsins, kraft sem hafði áhrif til góðs og ills og talinn var mjög mik- ilvægur hverjum þeim sem átti hann eða réði honum. Hann var kallaður mana. að átti eftir að koma í ljós, að með þessu orði öðluð- ust vísindin um trúarbrögð náttúruþjóða eitt af mikilvæg- ustu grundvallarhugtökum sín- um, og jafnframt einskonar samnefnara fyrir öll trúar- brögð. Því að öll trúarbrögð skipta tilverunni í tvennt: hinn yfirnáttúrlega heim og hinn náttúrlega, heilagan heim og syndugan, eða hvað vér viljum kalla þá, hvernig svo sem stað- bundin heiti eru og hvar svo sem markalínan er dregin hverju sinni. Enn eitt orð höf- um vér tekið úr pólýnesísku máli, orðið tabu*, orð sem Cook heyrði á Tongaeyjunum og barst til Evrópu í ferðalýsing- um hans og félaga hans. Bann- helgi táknar hið forboðna, það sem ekki má gera eða snerta eða segja. Bannhelgi og töfr- ar er hvortveggja tengt mana þannig að bannhelgin ræður afstöðu mannanna til hins yfirnáttúrlega kraftar, svo að hann verði þeim ekki hættuleg- ur. Bannhelgin er vernd gegn yfirnáttúrlegum hættum. Töfr- ar eru aftur á móti aðferð til að hagnýta hinn yfirnáttiirlega kraft til gagns fyrir mennina, og er þannig strangt tekið and- stæða trúarbragðanna. Hvar er hinn yfirnáttúrlega * Orð þetta er notað á flestum menningarmálum, en á íslenzku hef- ur verið notað ágætt orð yfir það: bannhelgi og bannhelgur, og verða þau notuð hér á eftir. — Þýð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.