Úrval - 01.11.1954, Side 42
40
ÚRVAL
Þetta er sagan um sorgleg
endalok glæsilegs rannsóknar-
ferils. En hún getur gefið oss
nokkra innsýn í hugmyndaheim
frumstæðra þjóða. Maðurinn
sem drap Cook vildi ganga úr
skugga um hvort hann væri í
raun og veru guð. Til þess gerði
hann tilraun, raunar mjög
áhættusama tilraun frá hans
sjónarmiði. Hugsið yður, að hér
hefði verið um að ræða raun-
verulegan guð, sem snúizt hefði
reiður við þessu tiltæki- En
Cook stóðst ekki prófið. Það
hlaut að vera lélegur stríðsguð,
sem kveinkaði sér undan svona
vesælu höggi í hnakkann. Hann
hafði bersýnilega ekki nægilegt
mana — svo að notað sé orð
úr suðurhafseyjamáli, sem nú
er notað í almennri trúarbragða-
sögu.
Orðið var tekið í notkun
seint á 19. öld. Árið 1878 hélt
hinn kunni þýzki málfræðing-
ur og trúarbragðasagnfræðing-
ur Max Miiller fyrirlestra í Ox-
ford um uppruna trúarbragða.
Hann vitnaði þar í bréf frá trú-
boðanum R. H. Codrington, sem
starfaði í mörg ár á Nýju
Hebridiseyjum og Salómonseyj-
um. Codrington hafði í bréfi
þessu talað um, að eyjaskeggj-
ar tryðu á kraft, með öllu
óskyldan orku efnisheimsins,
kraft sem hafði áhrif til góðs
og ills og talinn var mjög mik-
ilvægur hverjum þeim sem átti
hann eða réði honum. Hann var
kallaður mana.
að átti eftir að koma í ljós,
að með þessu orði öðluð-
ust vísindin um trúarbrögð
náttúruþjóða eitt af mikilvæg-
ustu grundvallarhugtökum sín-
um, og jafnframt einskonar
samnefnara fyrir öll trúar-
brögð. Því að öll trúarbrögð
skipta tilverunni í tvennt: hinn
yfirnáttúrlega heim og hinn
náttúrlega, heilagan heim og
syndugan, eða hvað vér viljum
kalla þá, hvernig svo sem stað-
bundin heiti eru og hvar svo
sem markalínan er dregin
hverju sinni. Enn eitt orð höf-
um vér tekið úr pólýnesísku
máli, orðið tabu*, orð sem Cook
heyrði á Tongaeyjunum og
barst til Evrópu í ferðalýsing-
um hans og félaga hans. Bann-
helgi táknar hið forboðna, það
sem ekki má gera eða snerta
eða segja. Bannhelgi og töfr-
ar er hvortveggja tengt mana
þannig að bannhelgin ræður
afstöðu mannanna til hins
yfirnáttúrlega kraftar, svo að
hann verði þeim ekki hættuleg-
ur. Bannhelgin er vernd gegn
yfirnáttúrlegum hættum. Töfr-
ar eru aftur á móti aðferð til að
hagnýta hinn yfirnáttiirlega
kraft til gagns fyrir mennina,
og er þannig strangt tekið and-
stæða trúarbragðanna.
Hvar er hinn yfirnáttúrlega
* Orð þetta er notað á flestum
menningarmálum, en á íslenzku hef-
ur verið notað ágætt orð yfir það:
bannhelgi og bannhelgur, og verða
þau notuð hér á eftir. — Þýð.