Úrval - 01.11.1954, Page 43
TRÚ Á BANNHELGI OG TÖFRA
41
kraft að finna? Hann er í hlut-
um, t. d. verndargripum og
skurðgoðum (fetisch) hjá dýr-
um og mönnum, sem þá búa
yfir sérstökum mætti eða hæfi-
leika — töfralæknum, prestum,
höfðingjum og galdramönnum.
Mátturinn getur verið fólginn
í teikningu eða þulu — töfra-
þulu — og er þá það sem gef-
ur athöfninni eða orðunum
kraft. Hann getur einnig verið
hjá látnum mönnum, öndum og
guðum.
En hvernig er hægt að finna
hann? AUa jafna segir hefðin
til um það, en hefðin á sér upp-
haf. Maðurinn sem drap Cook
notaði tilraun til að sannprófa
að hann byggi ekki yfir kraft-
inum. Á sama hátt hafa menn
stundum farið að því að sann-
prófa að mátturinn sé til stað-
ar. Codrington segir: maður
rekst á stein, sem honum finnst
undarlegur útlits — það er
sjálfsagt ekki venjulegur steinn.
Kannski er mana í honum,
hugsar hann og einsetur sér að
prófa það. Hann leggur hann
við rætur trés, ef steinninn lík-
ist ávexti trésins, eða hann gref-
ur hann í moldina þegar hann
setur niður í garðinn sinn. Ef
tréð ber ríkulegan ávöxt eða
sprettan verður góð í garðinum,
er það honum sönnun þess að
yfirnáttúrlegur kraftur er í
steininum.
Þetta er einskonar reynslu-
sönnun, röng frá voru sjónar-
miði, en þó tilraun til að kom-
ast að sannleikanum. Skekkjan
er auðvitað fólgin í því, að
mönnum sést yfir hinar eigin-
legu orsakir, sem oss virðast
augljósar, en eru ekki jafnsann-
færandi fyrir hinn hjátrúarfulla.
Er hin góða uppskera töfra-
gripnum eða einhverju öðru að
þakka ? Margt kemur til greina:
gæði moldarinnar, regn, sól,
vindar o. s. frv. Auk þess steinn-
inn, sem grafinn var í jörðu.
uppskeran verður eitt árið
betri en árið á undan. Hvað
kemur tii? Jörðin hefur verið
unnin nákvæmlega eins og áð-
ur; regn og sól og hita er erf-
itt að segja nákvæmlega til um.
Hið eina, sem bóndinn veit að
breytt er frá því árið áður er,
að hann hefur grafið stein í
garðinn. Er þá nokkuð undar-
legt þó að hann komist að þeirri
niðurstöðu, að það sé steinn-
inn, sem valdið hefur breyt-
ingunni, og það því fremur sem
hann er sannfærður um að
steinar geti haft slík áhrif9
Asama hátt er bannhelgi til-
raun til að túlka reynsl-
una. Veiðin mistekst, uppsker-
an bregst, veikindi koma: hver
er orsökin ? Veiðimaðurinn mæt-
ir gamalli konu um morguninn
þegar hann léggur af stað.
Veiðin bregst ■— kannski er það
af því að hann mætti gömlu
konunni. Hjátrú af þessu tagi
er mjög erfitt að uppræta.
Bannhelgi er annars alþekkt
fyrirbæri — lesið t. d. hreinlæt-
o