Úrval - 01.11.1954, Síða 51
VIZKA NÁTTÚRUNNAR
iim efnum og gat aðeins orðið
til þess að spilla heilsu þeirra.
En það er sjaldan minnst á slík-
ar tilraunir. Við höfum haft
tröllatrú á hinni leyndardóms-
fullu vizku náttúrunnar og vilj-
um ekki láta af henni fyrir
nokkurn mun.
*
I rauninni er það svo, að eðli-
leg matarlyst er alls ekki óskeik-
ull leiðarvísir, hvorki fyrir menn
né dýr. Menn og dýr hafa,, í leit
sinni að fæðu, oft orðið að leggja
sér margt misjafnt til munns.
Þessi fjölbreytni fæðunnar hef-
ur verið eina tryggingin fyrir
nægilegu magni nauðsynlegustu
næringarefna. Að sjálfsögðu er
það eðlisávísun dýranna að
þakka, að tegundirnar hafa ekki
dáið út. En það sannar ekkert
um vizku og hagsýni náttúr-
unnar, heldur aðeins að eðlis-
hvötin sér um að lífverurnar
skrimta. En það getur verið
langt frá því, að eðlisbundnar
athafnir og lífsvenjur dýranna
séu ávallt hinar beztu og ákjós-
anlegustu.
*
Gott dæmi um þetta eru veiði-
og matarvenjur aborrans, sem
Hollendingar hafa rannsakað
mikið á seinni árum. Hollending-
ar eru mikil fiskveiðiþjóð, og
þeim hefur gramizt, að svo mik-
ið er um litla aborra, en lítið
af stórum. Er skortur á viður-
væri orsökin? Nei. Það kom í
ljós, að vöxtur aborranna er
hraður fyrstu tvö árin, á meðan
49
þeir lifa á örsmáum krabbadýr-
um. Erfiðleikarnir byrja fyrst
þegar aborrarnir verða að fara
að lifa á sílum og smáfiski. Menn
veittu því sem sé athygli, að
aborrinn gleypur ekki bráð síná
nema hann komi beint framan
að henni. Og það er erfiðleikum
bundið að komast alltaf í slíka
aðstöðu.
*
Aðrar dýrategundir nota ekki
einu sinni þá möguleika, sem
eru fyrir hendi. Á hverjum vetri
myndi t. d. falla f jöldi hreindýra,
ef lapparnir kæmu þeim ekki til
hjálpar, því að þau geta ekki
brotizt gegnum harðfennið og
náð til hreindýramosans, sem
er aðalfæða þeirra. Lapparnir
grafa oft gryfjur í snjóinn fyrir
þau, í gamla daga með einskon-
ar skóflu úr hreindýrahornum.
Hversvegna kvendýrin beita
ekki hornunum sjálf, hvers
vegna þau vantar þessa eðlis-
hvöt, er erfitt að skýra. Neðan
á hornunum eru hvassir oddar,
og með þeim gætu að minnsta
kosti nokkur dýr í hverjum hóp
grafið sig niður úr harðfenninu.
Hornin geta verið allmismun-
andi, en það eru alltaf einhver
dýr, sem hafa svo sterk horn,
að þau gætu unnið bug á snjón-
um —• ef eðlishvötina vantaði
ekki.
Yfirleitt má segja, að horn
dýra af hjartaættinni séu þeim
fremur til ógagns en gagns. Þó
að karldýrin noti hornin nokk-
uð í baráttunni um kvendýrin