Úrval - 01.11.1954, Page 54
52
ÚRVAL
sömu tilraunir á sjálfum sér.
Dr. Bexton þraukaði í þrjá
daga. Eftir sólarhring fór hann
að sjá litaða hringi, sem hann
taldi þangað til hann féll í
einskonar svefn, vaknaði svo
aftur og fór að telja að nýju
og svo áfram. Hebb þraukaði
aðeins í 30 tíma.
Fljótandi helíxun þverbrýtur öll
náttúrulögmál.
Á haustþingi Brezka vísinda-
félagsins í Oxford sýndi eðlis-
fræðingurinn dr. Mendelssohn
nokkrar mjög athyglisverðar
tilraunir með hið sjaldgæfa
frumefni helíum. Helíum er
mjög létt lofttegund, sem hvorki
getur brunnið né sprungið og
var á sínum tíma notuð til á-
fyllingar á loftför. Það voru þó
aðeins Ameríkumenn, sem
höfðu nægilegt af því til þeirra
nota. Þjóðverjar urðu að nota
vetni í zeppilínför sín, en það
er bráðeldfimt, enda sprungu
loftför þeirra hvert af öðru.
Þegar helíum er kælt niður
í næstum ^ 273° C (hinn al-
gera núllpunkt, sem þó er
aldrei hægt að ná alveg), það
stig þegar allar sveiflur sam-
eindanna (hitasveiflur) hætta,
verður það að vökva. Dr.
Mendelssohn hefur gert tilraun-
ir með hina merkilegu eigin-
leika þessa vökva. I nánd við
hinn algera núllpunkt er hegð-
um helíumvökvans í algerri
mótsögn við alla reynslu okkar
af hegðun efnis við hitastig
eins og við þekkjum hér á
jörðinni. Það er aðeins í tóm-
um geimnum, þar sem hitinn
hlýtur að vera í nánd við hinn
algera núllpunkt, t. d. á yfir-
borði dauðra stjarna, sem sam-
eindirnar munu haga sér svipað.
I fyrsta lagi er þetta ofur-
kælda helíum „meira fljótandi“
en allir aðrir vökvar, eða það
sem dr. Mendelssohn kallar
,,ofurfljótandi“ (superfluid). 1
þessum ofurfljótandi vökva er
engin rafmagnsmótstaða. Raf-
magnsstraumur gæti því hring-
sólað í þessum vökva um alla
eilífð án þess að veikjast. í
næstum hreyfingarlausum sam-
eindum helíumvökvans má einn-
ig greina það sem dr. Mendels-
sohn kallar „flutning án nún-
ingsmótstöðu11. Helíumvökvinn
hefur t. d. tilhneigingu til að
klifra „á baki sinna eigin sam-
einda“ upp úr íláti og dreifa úr
sér í lag, sem er aðeins nokk-
ur atóm á þykkt.
Þennan merkilega eiginleika
á nú að rannsaka nánar. Dr.
Mendelssohn er þeirrar skoðun-
ar, að þessi eiginleiki kunni við
sérstakar aðstæður að koma
fyrir í lifandi frumum, sem ef
til vill getur skýrt ýmis líf-
efnafræðileg fyrirbrigði, sem nú
eru óskiljanleg.
Ofurkældur helíumvökvi er
einnig notaður í nýrri aðferð
við kjarnorkurannsóknir. Hing-
að til hefur sterkt segulsvið
verið notað til að þyrla atóm-
um og atómhlutum í hring