Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 63
Um rannsóknir og nýjar kenningar
um eðli og orsök norður-
ljósanna.
LJÓSHAFSINS ÖLDUR“
Heimild: grein í „Popular Science Monthly",
eftir Ruth og Edward Brecker.
Af) er ekki þörf á að lýsa
fegurð og margbreytileik
norðurljósanna fyrir þeim sem
hafa séð þau. Og hvaða fslend-
ingur hefur ekki staðið úti á
heiðskíru, lognkyrru vetrar-
kvöldi og horft leiðslubundinn
á leik þeirra um himinhvolfið ?
Einar Benediktsson lýsir þeirri
sýn í kvæð sínu Norðurljós:
Veit duftsins son nokkra dýrðlegri
sýn
en drottnanna hásal í rafurloga?
Sjá grund og vog undir gullhvelfdum
boga! ■—■
Frá sjöunda himni að ránar rönd
stíga röðlarnir dans fyrir opnum
tjöldum,
en ljóshafsins öldur, með fjúkandi
földum,
falla og ólga við skuggaströnd.
Það er eins og leikið sé huldri hönd
hringspil með glitrandi sprotum
og baugum.
Og skáldið finnur hve basl
og barátta jarðanna barna er
lítilmótleg gagnvart þessum
dýrðarljóma almættisins:
Nú finnst mér allt svo lítið og lágt,
sem lifað er fyrir og barizt er móti.
Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti,
við hverja smásál ég er i sát't.
Því bláloftið hvelfist svo bjart
og hátt.
Nú brosir hver stjarna, þótt
vonirnar svíki,
og hugurinn lyftist í æðri átt,
nú andar guðs kraftur í duftsins
líki.
Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkjum
í nó'tt
vorn þegnrétt í ljóssins ríki.
Þannig er skáldinu innan-
brjósts andspænis „ljóshafs-
ins öldum“. Honum er ekki
náttúrufræðin efst í huga, hann
spyr ekki um náttúrulögmál-
in, sem liggja að baki þess-
ari ljósadýrð. Spurningin um
eðli og orsök norðurljósanna
mun þó án efa hafa leitað þrátt
á hugi mannanna frá því að
þeir tóku fyrst að spyrja um
rök hlutanna. í norrænni goða-
fræði segir að norðurljósin séu
endurspeglun frá hinum gullnu
skjöldum valkyrjanna þegar
þær þeysa um himinhvolfið á
leið til Valhallar. Seinna, eftir
að raunvísindin komu til sög-