Úrval - 01.11.1954, Síða 65

Úrval - 01.11.1954, Síða 65
„LJÖSHAFSINS ÖLDUR' 63 um. Eftir 1930 byrjuðu áhuga- menn um útvarp tilraunir með sendingar á últrastuttbylgjum. Þeir uppgötvuðu, að á kvöld- um þegar mikið var um norð- urljós voru sendingarskilyrði betri hvert svo sem sent var, ef þeir beindu stefnuloftnetinu í norður. Últrastuttbylgjurnar endurköstuðust bókstaflega frá norðurljósunum. Af öllum þessum athugun- um og ýmsum fleiri hefur orð- ið til ný kenning um eðli norð- urljósanna. Það eru tveir próf- essorar, Sydney Chapman við háskólann í Oxford og D. F. Martin við háskólann í Cam- berra í Ástralíu, sem sett hafa fram þessa kenningu. Hún er á þessa leið: Við sólbletti, sól- blossa og ef til vill önnur um- brot á yfirborði sólar, þeytast lofttegundir í geysilegum strók- um, líkt og vatn úr garðslöngu, út í geiminn. Mest eru þetta vetnisatóm, sem eru einföldust allra atóma; þau eru aðeins ein prótóna hlaðin viðlægu raf- magni og ein elektróna hlað- in frádrægu rafmagni. Á ferð sinni kringum sólina (með nærri 30 km hraða á sekúndu) verður jörðin öðru hvoru fyrir þessum atómstrók- um. En straumurinn kemst ekki beint inn í gufuhvolf jarðar- innar, því að umhverfis hana er „hlíf “ segulstrauma. Þegar straumurinn lendir á þessari hlíf í mörg þúsund km hæð frá jörðu í nánd við miðbaug, skiptist hann. Þær agnir sem hlaðnar eru viðlægu rafmagni fara í eina áttina en þær sem hlaðnar eru frádrægu rafmagni í gagnstæða átt og mynda þann- ig ,,hringstraum“ um jörðina eins og kleinuhring í laginu. Öðru hvoru kastast agnir út úr hringstraumnum, þannig að hann smáöofnar. Það eru þess- ar flækingsagnir, sem valda út- varpstruf lununum. Segulstraumar taka við þess- um flækingsögnum og beina þeim niður til jarðarinnar, venjulega í námunda við norð- urljósabeltið. Þar rekast þær á köfnunarefnis- og súrefnis- atóm í gufuhvolfinu — og ork- an, sem losnar úr læðingi við áreksturinn myndar norður- ljósin. Dr. A. B. Meinel, sem starf- ar við stjörnuturn Chicago há- skóla í Wisconsin, hefur stað- fest mikilvægt atriði í þessari kenningu með tilraunum í rann- sóknarstofu sinni. Hann dældi lofti úr hylki þangað til það var álíka þunnt og loftið í 100 krn hæð, þar sem norðurljósin ljóma. Því næst skaut hann grönnum straumgeisla af vetn- isögnum, hlöðnum viðlægu raf- magni, inn í hylkið. Þunnt loft- ið í hylkinu varð þá lýsandi — og þegar þessi ljómi var skoðaður í litrófssjá, gaf hann svipuð litrófsbönd og kyrrlátu, bogmynduðu norðurljósin, sem stundum sjást. En eitthvað vantaði. Tilraun-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.