Úrval - 01.11.1954, Síða 65
„LJÖSHAFSINS ÖLDUR'
63
um. Eftir 1930 byrjuðu áhuga-
menn um útvarp tilraunir með
sendingar á últrastuttbylgjum.
Þeir uppgötvuðu, að á kvöld-
um þegar mikið var um norð-
urljós voru sendingarskilyrði
betri hvert svo sem sent var,
ef þeir beindu stefnuloftnetinu
í norður. Últrastuttbylgjurnar
endurköstuðust bókstaflega frá
norðurljósunum.
Af öllum þessum athugun-
um og ýmsum fleiri hefur orð-
ið til ný kenning um eðli norð-
urljósanna. Það eru tveir próf-
essorar, Sydney Chapman við
háskólann í Oxford og D. F.
Martin við háskólann í Cam-
berra í Ástralíu, sem sett hafa
fram þessa kenningu. Hún er
á þessa leið: Við sólbletti, sól-
blossa og ef til vill önnur um-
brot á yfirborði sólar, þeytast
lofttegundir í geysilegum strók-
um, líkt og vatn úr garðslöngu,
út í geiminn. Mest eru þetta
vetnisatóm, sem eru einföldust
allra atóma; þau eru aðeins ein
prótóna hlaðin viðlægu raf-
magni og ein elektróna hlað-
in frádrægu rafmagni.
Á ferð sinni kringum sólina
(með nærri 30 km hraða á
sekúndu) verður jörðin öðru
hvoru fyrir þessum atómstrók-
um. En straumurinn kemst ekki
beint inn í gufuhvolf jarðar-
innar, því að umhverfis hana er
„hlíf “ segulstrauma. Þegar
straumurinn lendir á þessari
hlíf í mörg þúsund km hæð
frá jörðu í nánd við miðbaug,
skiptist hann. Þær agnir sem
hlaðnar eru viðlægu rafmagni
fara í eina áttina en þær sem
hlaðnar eru frádrægu rafmagni
í gagnstæða átt og mynda þann-
ig ,,hringstraum“ um jörðina
eins og kleinuhring í laginu.
Öðru hvoru kastast agnir út úr
hringstraumnum, þannig að
hann smáöofnar. Það eru þess-
ar flækingsagnir, sem valda út-
varpstruf lununum.
Segulstraumar taka við þess-
um flækingsögnum og beina
þeim niður til jarðarinnar,
venjulega í námunda við norð-
urljósabeltið. Þar rekast þær
á köfnunarefnis- og súrefnis-
atóm í gufuhvolfinu — og ork-
an, sem losnar úr læðingi við
áreksturinn myndar norður-
ljósin.
Dr. A. B. Meinel, sem starf-
ar við stjörnuturn Chicago há-
skóla í Wisconsin, hefur stað-
fest mikilvægt atriði í þessari
kenningu með tilraunum í rann-
sóknarstofu sinni. Hann dældi
lofti úr hylki þangað til það
var álíka þunnt og loftið í 100
krn hæð, þar sem norðurljósin
ljóma. Því næst skaut hann
grönnum straumgeisla af vetn-
isögnum, hlöðnum viðlægu raf-
magni, inn í hylkið. Þunnt loft-
ið í hylkinu varð þá lýsandi
— og þegar þessi ljómi var
skoðaður í litrófssjá, gaf hann
svipuð litrófsbönd og kyrrlátu,
bogmynduðu norðurljósin, sem
stundum sjást.
En eitthvað vantaði. Tilraun-