Úrval - 01.11.1954, Page 67
Spurning, sem mætir
flestum lijónum:
Eiga þau að njóta holdlegs frelsis?
Grein úr
T ESTARVAGNINN var mann-
* J laus þegar ég settist inn í
hann með kvöldblaðið mitt. Það
er einn kostur sem fylgir því
að vinna fram eftir á kvöldin,
hugsaði ég: það er nóg pláss
og næði í lestinni heim. En ég
var ekki nema rétt búinn að
kveikja í pípunni minni þegar
tveir ungir menn komu inn og
settust andspænis mér. Þeir töl-
uðu saman fullum rómi, og ég
komst ekki hjá að heyraþað sem
þeir sögðu. I fyrstu gramdist
mér masið í þeim, ég gat ekki
einbeitt mér að lestrinum, en
brátt fór ég að brosa með sjálf-
um mér af því sem ég heyrði.
Það var ljóst af samtalinu, að
annar maðurinn — líklega hálf-
þrítugur, einbeittur á svip og
ákveðinn í tali — var nýkvænt-
ur. Hann talaði um af hve mik-
illi framsýni þau hjónin hefðu
ákveðið að haga samlífi sínu.
Mér varð á að bros að þessu,
líklega af því að ég kannaðist
við tóninn: ég hafði sjálfur
haft svipuð orð á vörum fyrir
tíu árum, þegar við Margareta
vorum nýgift.
Allt í einu sagði sá nýkvænti:
„Og auðvitað látum við hvort
annað njóta fulls frelsis. Hold-
legur breiskleiki er manninum á-
skapaður. Eitt og eitt víxlspor
á þeim vegi taka þeir ekki há-
tíðlega sem eru heilbrigðir í
hugsun og einlægir í ást
sinni!“
Ég fann að brosið stirðnaði
innra með mér . . . Þegar ég
steig út úr lestinni, var pípan
mín óreykt og blaðið ólesið og
ég hafði ekki heyrt meira af
samtali ungu mannanna. Þessi
orð höfðu komið áköfu róti á
hugsana- og tilfinningalíf mitt,
vakið hjá mér endurminninguna
um þá mestu skyssu, sem mér
hefur orðið á í lífinu. Skyssu,
sem hafði steypt mér í eymd og
niðurlægingu. Þá skyssu að sam-
þykkja holdlegt frjálsræði okk-
ur Margaretu báðum til handa
í hjónabandi okkar.
Rótið, sem komst á tilfinn-
ingalíf mitt þama í lestinni,
skaut mér skelk í bringu. Þeg-
ar ég nam staðar til að kveikja
í pípunni minni, sá ég í bjarm-
anum frá eldspýtunni, að hönd
mín skalf. „Það er þá ekki enn.
gróið um heilt,“ hugsaði ég.
„Broddurinn situr ennþá •— og
þó eru fimm ár liðin . . .“