Úrval - 01.11.1954, Page 67

Úrval - 01.11.1954, Page 67
Spurning, sem mætir flestum lijónum: Eiga þau að njóta holdlegs frelsis? Grein úr T ESTARVAGNINN var mann- * J laus þegar ég settist inn í hann með kvöldblaðið mitt. Það er einn kostur sem fylgir því að vinna fram eftir á kvöldin, hugsaði ég: það er nóg pláss og næði í lestinni heim. En ég var ekki nema rétt búinn að kveikja í pípunni minni þegar tveir ungir menn komu inn og settust andspænis mér. Þeir töl- uðu saman fullum rómi, og ég komst ekki hjá að heyraþað sem þeir sögðu. I fyrstu gramdist mér masið í þeim, ég gat ekki einbeitt mér að lestrinum, en brátt fór ég að brosa með sjálf- um mér af því sem ég heyrði. Það var ljóst af samtalinu, að annar maðurinn — líklega hálf- þrítugur, einbeittur á svip og ákveðinn í tali — var nýkvænt- ur. Hann talaði um af hve mik- illi framsýni þau hjónin hefðu ákveðið að haga samlífi sínu. Mér varð á að bros að þessu, líklega af því að ég kannaðist við tóninn: ég hafði sjálfur haft svipuð orð á vörum fyrir tíu árum, þegar við Margareta vorum nýgift. Allt í einu sagði sá nýkvænti: „Og auðvitað látum við hvort annað njóta fulls frelsis. Hold- legur breiskleiki er manninum á- skapaður. Eitt og eitt víxlspor á þeim vegi taka þeir ekki há- tíðlega sem eru heilbrigðir í hugsun og einlægir í ást sinni!“ Ég fann að brosið stirðnaði innra með mér . . . Þegar ég steig út úr lestinni, var pípan mín óreykt og blaðið ólesið og ég hafði ekki heyrt meira af samtali ungu mannanna. Þessi orð höfðu komið áköfu róti á hugsana- og tilfinningalíf mitt, vakið hjá mér endurminninguna um þá mestu skyssu, sem mér hefur orðið á í lífinu. Skyssu, sem hafði steypt mér í eymd og niðurlægingu. Þá skyssu að sam- þykkja holdlegt frjálsræði okk- ur Margaretu báðum til handa í hjónabandi okkar. Rótið, sem komst á tilfinn- ingalíf mitt þama í lestinni, skaut mér skelk í bringu. Þeg- ar ég nam staðar til að kveikja í pípunni minni, sá ég í bjarm- anum frá eldspýtunni, að hönd mín skalf. „Það er þá ekki enn. gróið um heilt,“ hugsaði ég. „Broddurinn situr ennþá •— og þó eru fimm ár liðin . . .“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.