Úrval - 01.11.1954, Síða 90
teygði fram aðra framlöppina,
hagræddi sér í sóffanum, leit
snöggvast kringum sig í stof-
unni og festi síðan augun eftir-
væntingarfullur á henni. Þetta
voru nákvæmlega sömu við-
brögð og hjá áheyranda í kon-
sertsal, þegar hlé verður milli
sinfóníukafla. Hegðun kattar-
ins var í alla staði svo mann-
leg, að hún varð gripin undar-
legri æsitilfinningu.
„Þykir þér gaman að þessu ?“
spurði hún. „Ertu hrifinn af Vi-
valdi ?“
Hún hafði ekki fyrr sleppt
orðinu en henni varð ljóst, hví-
líkur kjánaskapur var að segja
þetta, en þótt undarlegt megi
virðast, fannst henni það ekki
eins kjánalegt og við hefði mátt
búast.
JÆJA, það var ekki um annað
að ræða en að byrja á næsta
lagi á söngskránni, en það var
„Karneval“. Jafnskjótt og hún
byrjaði að leika, varð kötturinn
allur spenntur og reis á fætur,
en brátt var sem tónarnir næðu
tökum á honum og hann hlust-
aði eins og í leiðslu. Það var
furðuleg sjón — og jafnframt
skopleg — að sjá silfurgráa
köttinn sitja keikan í sóffanum
og hlusta svo gagntekinn á mús-
ikina. Og það sem Lovísu fannst
enn óhugnanlegra var, að lagið
sem kötturinn var svo hrifinn
af, var allt of erfitt, allt of
klassískt, til þess að fólk al-
mennt kynni að meta það.
Ef til vill hefur kötturinn
enga nautn af músikinni, hugs-
aði hún með sér. Það getur ver-
ið, að hann sé dáleiddur eins
og á sér stað með slöngur. Sé
hægt að dáleiða slöngur með
músik, því þá ekki kött ? Að vísu
hafði hún aldrei rekist á kött
sem hegðaði sér á þennan hátt.
Það var eins og þessi köttur
hlustaði á hvern tón. Þetta var
furðulegt fyrirbrigði.
En var það ekki líka krafta-
verk? Það var það áreiðanlega.
Kötturinn var áreiðanlega ein
af þessum furðuskepnum, sem
fæðast ekki nema á hundrað
ára fresti.
„Ég sé það á þér að þér þótti
gaman að þessu lagi,“ sagði hún.
„Það var verst að ég lék það
ekki sérstaklega vel í dag. Hvort
ertu hrifnari af Vivaldi eða
Schumann?“
Kötturinn svaraði engu, og til
þess að athygli áheyrandans
dofnaði ekki, fór Lovísa strax
að leika næsta lag á söng-
skránni. Það var önnur Petrar-
ca-sonnetta Liszts.
OG nú gerðist dálítið einkenni-
legt. Hún var varla byrjuð
þegar hún veitti því athygli, að
veiðihár kattarins fóru að titra.
Hann hallaði undir flatt og
starði út í bláinn með einkenni-
legu augnaráði eins og hann
langaði til að segja: „Hvaða lag
er þetta nú aftur? Segðu það
ekki. Ég kannast vel við það,
en ég man ekki hvað það heit-