Úrval - 01.11.1954, Síða 92

Úrval - 01.11.1954, Síða 92
90 ÚRVAL „Hættu nú þessari vitleysu, Lovísa, lagaðu heldur svolítinn tesopa handa mér. Ég er bæði þreyttur og sveittur, því að ég hef verið að höggva við og brenna hrís síðan í morgun.“ Hann settist í hægindastól, og fékk sér sígarettu. „Það er eins og þú getir ekki trúað því, að það hafi gerzt stórkostlega merkilegt fyrir- brigði hérna á þínu eigin heim- ili,“ sagði Lovísa, „fyrirbrigði, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar." „Jú, víst trúi ég því.“ Lovísa stóð hjá píanóinu, og hún var ennþá rjóðari en venju- lega, því að nú var hún með tvo hárauða bletti á kinnbein- unum. „Ég skal segja þér hvað ég held, ef þig langar að vita það,“ sagði hún. „Ég hlusta á þig, væna mín.“ „Ég held að það sé ekki ó- mögulegt að við séum á þessu augnabliki stödd í sama her- bergi og . . .“ Hún þagnaði allt í einu eins og henni hefði orðið ljóst, hvílík fjarstæða var kom- in fram á varir hennar. „Og hver?“ „Ég veit að þér finnst þetta vera heimskulegt, Játvarður, en ég trúi því samt statt og stöð- ugt.“ „í sama herbergi og hver þá?“ „Og Franz Liszt!“ MAÐUR hennar saug reyk- inn úr sígarettunni hægt að sér og blés honum síðan upp í loftið. „Ég botna ekkert í því sem þú ert að segja,“ sagði hann. „Játvarður, hlustaðu á mig. Ég held að skýringin á þessu fyrirbrigði sé einhverskonar endurholdgun.“ „Áttu við kattarkvikindið ?“ „Talaðu ekki svona, góði minn.“ „Ertu nokkuð lasin, Lovísa?" „Nei, ég er alveg stálhraust. Ég er kannske svolítið rugluð — en hver væri það ekki í mín- um sporum, eftir þessi ósköp!“ „Hvaða ósköp, með leyfi að spyrja?“ Lovísa sagði honum hvað gerzt hafði, og meðan hún lét dæluna ganga, hallaði hann sér aftur á bak í hægindastólnum og blés sígarettureyknum upp í loftið. Það lék hæðnisbros um varir hans. „Ég get ekki séð að það sé neitt yfirnáttúrlegt við þetta,“ sagði hann þegar hún var þögn- uð. „Kötturinn hefur bara verið vaninn á að gera þetta.“ „Vertu ekki að þessari vit- leysu, Játvarður. I hvert skipti sem ég leik lag eftir Liszt, verð- ur hann eldf jörugur og stekkur upp á bekkinn til mín. En aðeins þegar ég leik Liszt, og hvernig ætti köttur að geta gert grein- armun á Liszt og Schumann? Þú getur það jafnvel ekki. En >
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.