Úrval - 01.11.1954, Page 94
92
ÚRVAL
einhverjar fallegar minningar
rifjist upp fyrir þér.“
„Hættu þessu bulli, Lovísa.“
„Vertu ekki svona önugur,
Játvarður.11
„Þú lætur eins og þú sért
snarvitlaus, manneskja. Og svo
ertu víst búin að gleyma því að
við eigum að fara til Bills og
Betsy í kvöld og spila canasta.“
„Mér er alveg ómögulegt að
fara út í kvöld. Það kemur ekki
til nokkra mála.“
JÁTVARÐUR reis hægt upp
úr stólnum, laut áfram og
drap í sígarettunni í öskubakk-
anum. „Segðu mér eitt“, sagði
hann hægt, „þú trúir þó ekki
á þessa dellu?“
„Auðvitað geri ég það! Það
er ekki um neitt að efast lengur;
það hvílir stórkostleg ábyrgð á
okkur báðum, Játvarður."
„Ég held að þú ættir að fara
til læknis,“ sagði hann. ,,Og það
sem fyrst.“ Því næst snerist
hann á hæli og gekk snúðugt
út úr herberginu.
Lovísa sá hann stika yfir
grasflötina í áttina til bálsins.
Hún beið þar til hann var kom-
inn úr augsýn. Þá fyrst hljóp
hún út um forstofudyrnar með
köttinn í fanginu. Eftir stund-
arkorn sat hún í bílnum og var
á leiðinni til borgarinnar.
Hún stöðvaði bílinn fyrir
utan bókasafnið, læsti köttinn
inni í honum, hljóp upp tröpp-
umar og fór umsvifalaust að
leita í bókaskránni. Hún leit-
aði að bókum um tvennskonar
efni: ,,Sálnaflakk“ og „Liszt“.
Hún rakst á bók sem fjallaði
um sálnaflakk. Hún hét:
„Hvernig og hversvegna við
endurfæðumst“ og var eftir F.
Milton Willis, prentuð 1921. Hún
fann tvær bækur um Liszt. Hún
fékk þessar þrjár bækur lánað-
ar og ók bílnum aftur heim.
Þegar hún var komin heim,
setti hún köttinn á sóffann og
fór að lesa bækurnar. Hún á-
kvað að byrja á bókinni eftir
F. Milton Willis.
„Samkvæmt kenningum um
sálnaflakk”, las hún, „flytjast
sálirnar frá lægri til æðri dýra-
tegunda. Það er t.d. jafnómögu-
legt fyrir mann að endurfæðast
sem dýr, eins og fyrir fullorðinn
mann að verða að barni.“
Hún las málsgreinina aftur.
Hvernig gat hann vitað þetta?
Hann gat það ekki: Það gat
enginn vitað um svona hluti. En
þessi fullyrðing dró talsvert úr
áhuga hennar.
„Kringum kjarna meðvitund-
arinnar hefur hver einstakling-
ur f jóra líkami, auk yzta líkam-
ans, og hinir fyrrnefndu eru
ósýnilegir venjulegum augum úr
holdi og blóði, en aftur á móti
getur skyggnt fólk séð þá . . .“
HÚN skildi ekki baun í þessu,
en hélt þó áfram að lesa,
og brátt rakst hún á fróðlegan
kafla, þar sem sagt var frá því
hve langan tíma sálirnar væru í
burtu frá jörðinni, unz þær end-