Úrval - 01.11.1954, Side 95
JÁTVARÐUR SIGURSÆLI
93
urholdguðust á nýjan leik. Tím-
inn var mismunandi og fór eftir
því til hvaða hóps eða stéttar
fólk taldist. Höfundurinn hafði
sett upp eftirfarandi töflu:
Alkóhólistar og iðju-
leysing-jar ........ 40—50 ár
Almennir verkamenn. . 60-100 —
Faglærðir verkamenn 100-200 —
Menn úr lægrimillisté'tt 200-300 —
Menn úr hærri millist. 500 —
Stórjarðeigendur....... 600-1000 —
Þeir, sem ganga veg
hinna vígðu ........ 1500-2000 —
Hún fletti upp í hinum bók-
unum og fann dánardag Liszts.
Hann hafði dáið í Bayreuth árið
1886 eða fyrir sextíu og sjö ár-
um. Samkvæmt skilgreiningu
Willis hlaut hann að teljast til
annars flokksins, þar sem hann
sneri svona fljótt aftur. Það
kom að vísu ekki vel heim. En
hún hafði ekki heldur mikið
álit á höfundinum. Eftir kenn-
ingum hans áttu stórjarðeig-
endur að vera með þroskuðustu
mönnum á jörðinni. Nei, það gat
ekki verið rétt, hugsaði hún með
sér. Hún fann sér til ánægju,
að hún var farin að efast um
kenningar F. Milton Willis.
Að vísu gat eitthvað verið rétt
hjá honum, en annað náði ekki
nokkurri átt, eins og kenningar
hans um dýrin. Hún vonaðist
til að geta kollsteypt Guðspeki-
félaginu innan skamms með því
að koma með sönnun fyrir því,
að manneskja gæti endurfæðzt
sem óæðra dýr. Og auk þess
ætlaði hún að sanna, að þessi
manneskja þyrfti ekki endilega
að teljast til flokks almennra
verkamanna, til þess að geta
endurfæðzt innan hundrað ára.
HÚN var að glugga í eina af
ævisögum Liszts, þegar
maður hennar kom aftur utan
úr garðinum.
„Hvað ertu nú að lesa?“
spurði hann.
Lovísa tók ekki eftir því sem
hann sagði. Hún starði með op-
inn munninn á mynd af Liszt
í bókinni, sem lá í kjöltu henn-
ar. „Guð minn almáttugur!“
hrópaði hún. „Játvarður, sjáðu.“
„Hvað er það?“
„Sjáðu! Vörturnar á andlit-
inu! Ég var búin að gleyma
þeim. Hann var með stórar vört-
ur á andlitinu, og þær voru líka
frægar. Það gekk svo langt, að
nemendur hans létu vaxa á sér
smá-skeggtoppa á sömu stöð-
um, til þess að vera sem lík-
astir honum.“
„Hvað kemur það þessu máli
við?“
„Vörturnar hafa mikla þýð-
ingu.“
„Guð minn góður,“ stundi Ját-
varður. „Guð minn góður.“
„Kötturinn er líka með vört-
ur. Sjáðu bara.“
HÚN lyfti kettinum upp á
hné sér og fór að athuga
á honum trýnið. „Hérna! Hérna
er ein! Og hérna er önnur! Ég
held að þær séu alveg á sama