Úrval - 01.11.1954, Síða 102

Úrval - 01.11.1954, Síða 102
100 ÚRVAL, „Mér skilst að Jahve sé orð- inn þreyttur á vonzku heimsins og hafi ákveðið að uppræta allt líf á jörðinni nema okkur og þetta — hm — dýraúrval, sem ég minntist á. Við, eða ef til vill væri réttar að segja ég, hef fundið náð fyrir augum Drott- ins.“ „Og hvað skeður svo — eigum við að híma í bátnum um alla eilífð ?“ „Þegar flóðið sjatnar byrjum við upp á nýtt og sköpum nýja kynslóð." „Við átta og dýrin?“ „Já.“ „Mér finnst þetta vera að fara aftan að hlutunum,“ sagði Hanna. „Eða er það kannski meiningin að ég eigi líka að byrja upp á nýtt?“ Nói lét sem hann heyrði ekki síðustu spurninguna. „Kona, hvernig dirfist þú að halda að þú sért gædd meiri vizku en Drottinn ?“ sagði hann í ávítun- artón. „Nei, guð forði mér frá því. Mér fannst þetta bara vera eins og að byrja á öfugum enda.“ Jafet og Meribal höfðu verið að flissa og pískra. En nú sagði Meribal: „Segðu okkur eitt, Nói, það er dálítið sem okkur langar að vita. Ætlar þú líka að bjarga sporðdrekahjónum ?“ „Já, barnið mitt. Jahve gerir engar undantekningar.“ „En okkur finnst að minnsta kosti að þú ættir að reyna að gleyma þeim,“ sagði Jafet. „Er ekki hart að bjarga tveim sporðdrekum, þegar foreldrar Meribalar eru dæmdir til að drukkna? Gætir þú ekki sleppt þeim? Segðu bara að þú hafir ekki náð í þá eða þú hafir vegna mistaka aðeins klófest tvö karldýr eða eitthvað á þá leið.“ „Hvaða munur er annars á karl- og kvensporðdrekum ?“ spurði Ham. „Getur nokkur skorið úr því?“ „Ég fræddi þig um leyndar- dóma lífsins kvöldið fyrir brúð- kaup þitt,“ sagði Nói kuldalega. „Jæja, gerðir þú það?“ sagði Ham og varð undrandi á svip- inn. „Ég hélt . . . jæja, við minntumst að minnsta kosti ekki á sporðdreka.“ Ham leit á konu sína og bætti við: „Þeir voru ekki heldur á dagskrá þá.“ Ayesha leit reiðilega til hans. Svo varð hún niðurlút. „Svona spurningar eru ekk- ert á móts við erfiðleikana að smíða bátinn," sagði ætt- faðirinn með áherzlu. „Það er augljóst mál að báturinn verður að vera stór, ef hann á að geta rúmað svona mörg dýr. Sam- kvæmt þeim fyrirmælum sem ég hef fengið á hann að vera 300 álnir á lengd, 50 álnir á breidd og 30 álnir á hæð.“ Sem geispaði. Hanna sagði: „Guð sé oss næstur!“ Jafet blístraði. Ham sagði kæruleysis- lega: „Og þetta kallar þú stór- an bát!“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.