Úrval - 01.11.1954, Qupperneq 103

Úrval - 01.11.1954, Qupperneq 103
FJÖRUTlU DAGAR OG FJÖRUTlU NÆTUR 101 Enda þótt ættfeðurnir hefðu séð svo um, að kúgun konunnar á heimilinu væri staðfest með lögmáli af guðlegum uppruna, er mikið vafamál hvort áhrif kvenfólksins hafa verið minni þá en nú, eftir að kvenfrelsið er komið í algleyming. Að því er Hönnu snerti þá ruglaði hún oft saman Nóa og Jahve, og þar sem hún leit á báða sem hálf- gerð börn, taldi hún það skyldu sína að hafa eftirlit með þeim. „Iieyrðu, Nói, bíddu andartak áður en þú ferð út að fella tré,“ sagði hún, þegar þau voru búin að borða morgunmatinn. „Hvað viltu mér?“ ,,Það er út af bátnum . . .“ „Ég held að við ættum að kalla hann örkina. Já, nú man ég eftir því að Jahve kallaði hann Örkina.“ „Trúir þú þessu í raun og veru? Ég á við — þú veizt að draumarnir þínir eru stundum — — — eins og þegar þig dreymdi að Ham yrði fyrir eld- ingu.“ „Væna mín,“ sagði Nói með hægð. „Þú manst að Ayesha missti fóstur rétt á eftir. Ef Ham hefði orðið fyrir eldingu, mundi áfallið hafa haft ná- kvæmlega sömu áhrif á hana. Það var engin skekkja í spá- dómnum. Ég skildi drauminn bara ekki rétt.“ Hanna horfði á hann með meðaumkun. Jafnvel fimm ára barn hefði ekki trúað því að Ayesha . . . Skildi hann ekki hvernig sambúð Hams og Ayeshu var háttað?“ „Þú trúir þá statt og stöðugt á syndaflóðið ?“ „Ég hef aldrei verið jafn viss um nokkurn hlut.“ „En það þarf mikinn undir- búning ef við eigum að búa öll í þessum bát — örk, á ég við. Hvað lengi átti þetta nú aftur að standa yfir?“ „Sjálft syndaflóðið varir í fjörutíu sólarhringa. En svo á vatnið auðvitað eftir að sjatna. Ég veit ekki hvað langan tíma það tekur. En það gæti liðið ár áður en allt væri komið í samt lag.“ „Ársbirgðir af mat fyrir átta manneskjur og öll dýrin! Hefur þú nokkra hugmynd um hvað dýrin verða mörg og hvað þau þurfa mikið fóður?“ „Ja, ég . . .“ sagði Nói hik- andi. Svo glaðnaði yfir honum. „Ég læt Ham reikna það út. Það verður hver og einn að leggja fram sinn skerf.“ „Sjá dýrin sér sjálf fyrir fóðri ?“ „Tja — ja — nei. En þú mátt ekki halda það, Hanna,“ flýtti hann sér að bæta við, „að ég geri lítið úr þessari miklu á- byrgð, sem Drottinn leggur þér á herðar.“ „Jæja, bara að þú viðurkennir það . . . Annars krefst ég ekki. Því að ef einhver af þessum sjaldgæfu dýrum standa allt í einu uppi matarlaus þegar tíu mánuðir eru liðnir vil ég ekki að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.