Úrval - 01.11.1954, Side 106

Úrval - 01.11.1954, Side 106
104 ÚRVAL Drottins. En ef ég mætti velja á milli þess að drukkna með vinum okkar eða vera innilok- uð hjá 730 dauðum gasellum, þá . . . “ „Já, hversvegna megum við ekki drukkna öll saman,“ þá er þessu lokið,“ hrópaði Ayesha æst. Til allrar hamingju fór hún að gráta og þaut út úr herberg- inu. Ayesha! hugsaði Ham með sér og fékk sting í hjartað. Var hún líka óhamingjusöm? Hann reis á fætur og ætlaði út á eft- ir henni. En til hvers var það? Hún mundi bara segja: „Æ, láttu mig í friði! ‘ Hann settist aftur, en honum var undarlega innanbrjósts. Ayesha! — Nói sagði með beiskju: „Allt mitt líf hef ég gengið veg Drottins. Eg hef hlýtt boðorðum hans. Ef fólkið mitt ætlar nú að neita að hlýða skipunum hans, þá væri sannarlega betra að við drukkn- uðum öll!“ „Rétt er það, góði minn,“ sagði kona hans og strauk á honum höndina. „En við viljum það ekki. Og svo ertu líka bú- inn að smíða stóra bátinn." ,,Örkina!“ ,,Æ, það er alveg satt, örkina. Það er nú enginn smá kæna.“ Ham sagði með áherzlu: „Það er enginn svo heimskur að hann haldi sig vitrari en þann, sem hefur skapað alla hluti. En ef hann hefur fyrirskipað að fram- kvæma eitthvað, sem ekki er á mannlegu valdi, getur þá ekki komið til mála að fyrirskipunin hafi verið misskilin eða sé rang- lega túlkuð?“ Nói strauk skeggið, en sagði ekkert. „Megum við leggja orð í belg?“ sagði Jafet og rétti upp höndina. „Já, sonur minn, við eigum öll að ræða þetta mál.“ „Við höfum talað um þetta áður. I fyrsta lagi — flærnar! Það er ekki hægt að fylla örk- ina af allskonar loðdýrum, og hafa aðeins tvær flær. Og hugs- aðu þér flugurnar! Það er sem ég sjái Ham rannsaka allar flug- ur í örkinni þangað til hann er búinn að finna karlflugu og kvenflugu (Meribal flissaði), og svo verður hann að veiða allar hinar og lóga þeim. Og fuglarn- ir! Það er auðvitað hægt að sleppa tveimur inn um dyrnar, en hvað á að gera við allan þann aragrúa, sem sezt á þakið á örkinni?" Þá eru það kettirnir. Hvað heldur þú að kettlingarn- ir verði margir? Og hvernig á Ham að vita að hann hafi náð í allar dýrategundir ? Ef til vill er einhver sjaldgæf padda í gjótu uppi á f jallstindi hundrað mílur í burtu. Hvernig eigum við að ná í hana?“ „Ja, ég þarf hvort sem er að klifra þangað upp til þess að ná í einn örn í viðbót,“ sagði Ham. Nói þagði. Hann leit á Sem, sem sýnilega var að velta ein- hverju fyrir sér. „Hvað segir þú, Sem?“ „Ja, mér datt svona í hug —
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.