Úrval - 01.11.1954, Page 111
FJÖRUTlU DAGAR OG FJÖRUTlU NÆTUR
109
heimskulegt af þeim. Ég gerði
það sem ég gat til þess að koma
vitinu fyrir þau.“
Örkin var nærri fullsmíðuð.
Nágrannarnir höfðu fyrst orðið
undrandi, síðan háðskir og loks
höfðu þeir hætt að hafa áhuga
á furðuverkinu. Sem tók sér
hvíld þegar Kerin kom og
færði honum könnu af mjólk.
„Þú hlýtur að vera bæði
þreyttur og þyrstur,“ sagði hún.
Við skulum setjast og tala svo-
lítið saman.“
„Það er allt í lagi með mig,“
sagði Sem. Hann tók við mjólk-
urkönnunni og þau settust.
„Hvað heldur þú að það sé
langt þangað til flóðið byrj-
ar?“
„Við getum búist við því hve-
nær sem er,“ sagði Sem. Hann
fékk sér mjólkursopa og hélt
áfram: „Þetta var hressandi.
Eftir svo sem þrjá daga . . .“
„Hvað þá . . . ?“
„Þá flytjum við öll í örkina.“
„Og eigum við að vera þar
öll í kös í heilt ár?“
„Já, það fer einhvernveginn.
Það verður auðvitað dálítið
þröngt í fyrstu.“
„Sem!“
„Já!“
„Viltu lofa mér einu, Sem?“
„Ég skal gera allt fyrir þig
sem ég get . . .“
„Þú verður að lofa því að
flytja með mig að heiman þeg-
ar þetta er um garð gengið.“
Hann leit forviða á hana.
„Hvað gengur að þér, Kerin.
Líður þér illa hjá okkur?“
„Mér finnst að hjón eigi að
búa út af fyrir sig.“
„Og rneð börnunum sínum,
auðvitað. Og foreldrunum.“
„Nei, nei,“ sagði hún með
ákafa. „Ekki þegar börnin eru
uppkomin."
„En þetta er nú gamall og
góður siður,“ sagði Sem. Hon-
um féll illa hvernig hún tal-
aði.
„Jæja? Af hverju er Meri-
bal ekki hjá foreldrum sínum?
Vildir þú kannske að ég væri
hjá foreldrum mínum, ef þau
væru á lífi?“
„Nei, ég var ekki að hugsa
um kvenfólk."
„Nei, þú varst ekki að hugsa
um kvenfólk,“ át hún upp eft-
ir honum. „En þú sérð á þessu
að börn eiga ekki að vera hjá
foreldrum sínum, það eru engin
boðorð frá guði um það.“
Sem klóraði sér í hnakkan-
um og saup aftur á mjólkur-
könnunni. Svo hélt hann áfram
að malda í móinn.
„En hvað er annars á móti
því að við séum öll saman? Ég
skil það ekki. Það þykir öllum
vænt um þig. Amar eitthvað að
þér? Ég veit að mömmu er »,ð
minnsta kosti vel til þín.“
„Ég kann líka vel við móður
þína. Ég dáist að henni og hef
líka stundum gaman af henni.
Og við berum auðvitað öll virð-
ingu fyrir föður þínum. Og það