Úrval - 01.11.1954, Page 111

Úrval - 01.11.1954, Page 111
FJÖRUTlU DAGAR OG FJÖRUTlU NÆTUR 109 heimskulegt af þeim. Ég gerði það sem ég gat til þess að koma vitinu fyrir þau.“ Örkin var nærri fullsmíðuð. Nágrannarnir höfðu fyrst orðið undrandi, síðan háðskir og loks höfðu þeir hætt að hafa áhuga á furðuverkinu. Sem tók sér hvíld þegar Kerin kom og færði honum könnu af mjólk. „Þú hlýtur að vera bæði þreyttur og þyrstur,“ sagði hún. Við skulum setjast og tala svo- lítið saman.“ „Það er allt í lagi með mig,“ sagði Sem. Hann tók við mjólk- urkönnunni og þau settust. „Hvað heldur þú að það sé langt þangað til flóðið byrj- ar?“ „Við getum búist við því hve- nær sem er,“ sagði Sem. Hann fékk sér mjólkursopa og hélt áfram: „Þetta var hressandi. Eftir svo sem þrjá daga . . .“ „Hvað þá . . . ?“ „Þá flytjum við öll í örkina.“ „Og eigum við að vera þar öll í kös í heilt ár?“ „Já, það fer einhvernveginn. Það verður auðvitað dálítið þröngt í fyrstu.“ „Sem!“ „Já!“ „Viltu lofa mér einu, Sem?“ „Ég skal gera allt fyrir þig sem ég get . . .“ „Þú verður að lofa því að flytja með mig að heiman þeg- ar þetta er um garð gengið.“ Hann leit forviða á hana. „Hvað gengur að þér, Kerin. Líður þér illa hjá okkur?“ „Mér finnst að hjón eigi að búa út af fyrir sig.“ „Og rneð börnunum sínum, auðvitað. Og foreldrunum.“ „Nei, nei,“ sagði hún með ákafa. „Ekki þegar börnin eru uppkomin." „En þetta er nú gamall og góður siður,“ sagði Sem. Hon- um féll illa hvernig hún tal- aði. „Jæja? Af hverju er Meri- bal ekki hjá foreldrum sínum? Vildir þú kannske að ég væri hjá foreldrum mínum, ef þau væru á lífi?“ „Nei, ég var ekki að hugsa um kvenfólk." „Nei, þú varst ekki að hugsa um kvenfólk,“ át hún upp eft- ir honum. „En þú sérð á þessu að börn eiga ekki að vera hjá foreldrum sínum, það eru engin boðorð frá guði um það.“ Sem klóraði sér í hnakkan- um og saup aftur á mjólkur- könnunni. Svo hélt hann áfram að malda í móinn. „En hvað er annars á móti því að við séum öll saman? Ég skil það ekki. Það þykir öllum vænt um þig. Amar eitthvað að þér? Ég veit að mömmu er »,ð minnsta kosti vel til þín.“ „Ég kann líka vel við móður þína. Ég dáist að henni og hef líka stundum gaman af henni. Og við berum auðvitað öll virð- ingu fyrir föður þínum. Og það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.