Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 114

Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 114
112 ■0RVAL þig hundrað sinnum heitar en hann hana, og vita jafnframt að ég þori aldrei að gera neitt nema þú hjálpir mér til þess.“ Hún hætti að hreyfa hár- burstann. Þau þögðu bæði. Síðan fór hún aftur að bursta á sér hárið. Hún horfði í speg- ilinn og sagði: „Stattu þar sem ég get séð þig.“ Hann færði sig á bak við stólinn. Þau horfðu hvort á ann- að í speglinum. „Varstu vanur að standa þarna þegar þér þótti svo gam- an að sjá mig bursta á mér hárið?“ spurði Ayesha. „Já.“ „Þú hefur aldrei sagt mér, að þér þætti gaman að því.“ „Ég hélt að þú vissir það.“ „Það hefðir þú ekki átt að halda. Þú skalt ekki ímynda þér að ég viti neitt nema þú segir mér frá því.“ „Þá veiztu það núna.“ „Mér finnst að við ættum að flytja bæði í örkina. Það er öruggara. Ertu mikið á móti því?“ „Ekki lengur.“ „Ef til vill . •. .“ hún hló, ,,ef til vill geta þau Jafet og Meribal gefið okkur vísbendingu um hvernig tvær manneskjur fara að því að vera hamingjusamar.“ „Þess þarf ekki. Ég hef gott rninni." „Það hef ég líka. Ef þú viss- ir . . .“ „Ayesha!“ „Og þegar þetta er allt um garð gengið. Þá lofa ég því að fara burt með þig -— langt, langt, burtu — svo að við get- um verið ein útaf fyrir okkur og skapað nýja ætt.“ „Þakka þér fyrir, elskan mín.“ „Ertu ekki orðinn kjark- betri ?“ „Jú,“ svaraði hann. Hún sneri sér að honum og sagði: „Sýndu mér það þá.“ Um kvöldið fluttu þau öll í örkina. Það sást ekki ský á himni þegar þau voru búin að líta eftir dýrunum, söfnuðust þau saman í káetunni. Þá sagði Nói: „Við skulum nú biðja guð að blessa þessa för vora. Megi hann snúa ásjónu sinni til vor og láta ljós sitt lýsa yfir oss, svo að trú vor a hann verði oss hlíf og skjöldur gegn öllum hætt- um.“ Allir, ungir og gamlir, trú- aðir og vantrúaðir, féllu á kné, og allir urðu gagnteknir af vit- undinni um smæð sína og fá- vizku. Og meðan Nói var að biðja, fannst þeim hjörtu sín slá í takt við orð hans, fyrst hægt, en sí,an hraðar, unz orð- in drukknuðu í tilbreytingar- lausri hrynjandi . . . En sva varð þeim Ijóst, að það sem þau heyrðu var aðeins regn- hljóðið á þekjunni. Ö. B. þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.