Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 3
REYKJAVlK
1. HEFTI 1955
14. ÁRGANGUR
0
Siðgœði án trúar*
IJr „The Listener",
eftir iVIarg-aret Kniglit.
Nýlecja flutti enski sálfræðingurinn Margaret Knight tvö
erindi i brezka útvarpið og kallaði hún pau SIÐGÆÐI ÁN
TRÚAR. Birtast erindi þessi i heild hér á eftir. — Það varð
brátt Ijóst eftir flutning erindanna, að frúin hafði hér fjallað
um mál, sem öilum almenningi var mjög hugstætt, því að er-
indin urðu þegar i stað umrœðu- og deiluefni blaða, og útvarps-
blaðinu „The Listener“, sem birti erindin, bárust fjöldi bréfa
frá lesendum. Nokkur stórblöð landsins fjölluðu um erindin i
forustugreinum og voru sum œðistórorð i garð frúarinnar, töldu
erindi hennar árás á kristindóm og hœttuleg siðgæði þjóðctr-
innar. Ýmsir urðu þó til að taka málstað frúarinnar, lofa hana
fyrir einurð og hófsemi i málflutningi og þakka henni tímabœr-
an boðskap og holl ráð. — Það vœri freistandi að birta í Úrvali
eitthvað af þeim mörgu bréfum, sem birst hafa í „The Listen-
er“, en Úrval kysi heldur að fá bréf frá lesendum sínum, því
<ið vissulega er málefni það sem erindin fjalla um hugstœtt ís-
lenzkum engu síður en brezkum almenningi. Mœtti t. d, œtla
cið prestar landsins teldu sig hafa eitthvað til málanna að leggja,
svo og kennarar og raunar allir uppalendur. Bréf sem berast
kunncc munu verða birt á kápunni eftir því sem rúm leyfir.
ESSI erindi eru ætluð venju-
legu fólki, sem þannig er
statt í trúmálum, að það veit
ekki með vissu hverju það trúir.
Það var gefið saman í kirkju,
börn þess voru skírð, og það
fer einstöku sinnum til kirkju
á hátíðum og tyllidögum, eink-
um þó af gömlum vana. Það
trúir ekki kennisetningunum,
sem þar er farið með. Yfirleitt
finnst þessu fólki, að litlu varði,
hverjar skoðanir það kunni að
hafa um æðstu stjórn tilverunn-
LANDSB&iíASAFN
20249&
ÍSLANDS