Úrval - 01.02.1955, Síða 6

Úrval - 01.02.1955, Síða 6
4 tíRVAL segja, að Guð beri ekki ábyrgð á hinu illa, að það sé verk mannanna, þeir hafi misnotað frelsi sitt og þrjózkazt gegn boð- um Drottins. Því að það er rangt, að allt böl í heiminum sé af mannavöldum. Maðurinn ber ekki ábyrgð á holdsveiki eða krabbameini, svo að tvö áþreif- anleg dæmi séu tekin. Þegar sumum kristnum mönnum er bent á þessar stað- reyndir, reyna þeir af öllum mætti að sannfæra sjálfa sig um, að sjúkdómar, kvöl og kröm séu í rauninni ekki böl. Þeir séu æskilegir, dulbúnin blessun, sem við eigum að gera okkur far um að reyna að meta að verðleikum. En sé svo, hvers vegna reynum við þá að lækna sjúkdóma og teljum rangt að valda þjáningum? Hvers vegna læknaði Kristur sjúka? Við þurfum ekki einu sinni að taka þjáningar mannsins með í rök- færsluna. Þjáningar dýranna setja okkur andspænis enn tor- ráðnari gátu. Hví skyldi al- máttugt og algott máttarvald hafa skapað dýrin svo, að þau þurfi að rífa hvert annað á hol sér til matar? Hví gæddi það köttinn því eðli, að láta sér ekki nægja að drepa mýsnar, heldur kvelja þær líka, áður en hann drepur þær? Það er engin leið út úr þessum ógöngum, sem heilagur Ágústínus lýsir svo vel: Annað hvort getur Guð ekki komið í veg fyrir hið illa eða hann vill það ekki. Ef hann get- ur það ekki, er hann ekki al- máttugur, ef hann vill það ekki, er hann ekki algóður. Þessir erfiðleikar verða á vegi allra trúarbragða, sem halda því fram, að til sé eitt almáttugt og gott máttarvald, er stjórni ver- öldinni. Kristnar trúarkenning- ar lenda í enn frekari ógöngum, sem ekki er þörf á að fjölyrða meir. Ég vil ekki halda því fram að þessar kenningar hafi verið afsannaðar, — flestar þeirra er ekki hægt að afsanna. En hinu verður ekki neitað, að það er að verða æ erfiðara að halda þeim á lofti í andrúmslofti vísinda- legs hugarfars. Alveg eins og nú er orðinn ógjörningur fyrir nokkurn mann að trúa á galdra- nornir, enda þótt ég viti ekki til, að vísindamaður hafi nokkru sinni afsannað tilvist þeirra. Nú orðið eru fáar tilraunir gerðar til að verja kristna trú með rökum. Þá afstöðu, sem nú tíðkast meðal rétttrúaðra, má kalla ögrandi and-skynsemi- stefnu. Vinsælustu verjendur kristinnar trúar eru menn eins og Kierkegaard, en hann sagði þessi frægu orð: „Kristindóm- urinn krefst krossfestingar rök- hyggjunnar“. Eins og það væru mikil meðmæli með kristin- dómnum! Það verður vissulega að kallast bölsýni að vilja gera kenningar, sem jafnvel fylgis- mennirnir sjálfir lýsa svo, að eðlilegum grundvelli siðgæðis og eina mótvæginu við kommún-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.