Úrval - 01.02.1955, Side 9

Úrval - 01.02.1955, Side 9
SIÐGÆÐI ÁN TRÚAR 7 fellt eru endurskoðaðar í ljósi nýrra staðreynda, en hún bygg- ir ekki á neinum eilífum sann- indum, sem goðgá er að draga í efa. Hún er menningarstefna, af því að hún lætur sig varða mennina og þetta líf miklu frem- ur en yfirnáttúrlegar verur og annan heim, af því að hún trúir því, að æðstu mætin séu fólgin i gæfu og þroska mannsins: að menn og konur fái þroskað til fullnustu hæfni sína til að njóta ástúðar, farsældar og listrænn- ar reynslu, — og af því að hún telur, að þetta skipti meiru máli en nokkurt hugmyndakerfi eða vangaveltur, hvort heldur um ríki, kirkju, fimm ára áætl- un eoa annað líf. I þessu erindi hefi ég hlotið að verða nokkuð neikvæð. En í næsta erindi vona ég, að mér auðnist að byggja upp: lýsa hinni jákvæðu hlið vísindalegr- ar menningarstefnu og víkja aftur að spurningunni, sem ég varpaði fram í upphafi: „Hvern- ig eiga menningarlega sinnaðir foreldrar að annast siðgæðis- uppeldi barna sinna?“ II. I fyrra erindinu hélt ég því fram, að kristinn rétttrúnaður fullnægði ekki lengur kröfum skynseminnar, og að í vísinda- legri menningarstefnu væri fólg- in bezta lausnin til jákvæðrar afstöðu til lífsins og heilbrigðr- ar hegðunar. Nú langar mig að fjalla um tvær spurningar, sem hafa talsverða hagnýta -þýðingu fyrir menningarlega sinnaða foreldra. Og þær eru: Hvað eiga þeir að segja börnunum sínum um Guð, og hvers konar sið- rænt uppeldi eiga þeir að veita þeim? Vissulega verðum við að segja börnunum frá Guði. Við getum ekki sniðgengið það mál, án þess að minnast á það. Ég vil leggja til, að reynt verði að segja eitthvað svipað þessu við lítil börn: Við getum sagt þeim, að allir hafi einu sinni trúað því og sumir trúa því enn, að til séu tvö voldug öfl í heim- inum: Gott afl, kallað Guð, sem skapaði heiminn, elski mennina og vilji að þeir elski hver ann- an og séu góðir og hamingju- samir, og að svo sé líka vont afl, kallað Djöfullinn, sem sé á móti Guði og vilji, að fólk sé vont og óhamingjusamt. Við getum sagt þeim, að sumir trúi þessu ennþá, en nú haldi þó flestir, að enginn Djöfull sé í raun og veru til, heldur sé hann bara eins og tröllin og nornirn- ar í ævintýrunum. Og við getum sagt þeim, að sumir haldi, að enginn Guð sé heldur til, ekkert frekar en jólasveinarnir, þó að við tölum oft eins og þeir væru til. Þegar barnið spyr okkur svo, hverju við trúum, — því að það gerir það áreiðanlega —, getum við sagt, að við höldum, að Guð sé ekki til, en margir séu á annarri skoðun, og það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.