Úrval - 01.02.1955, Page 11
SIÐGÆÐI ÁN TRÚAR
9
skoðun er öll heg'ðun eigingjörn.
Ef við hjálpum náunga okkar,
gerum við það einungis af því
að við höldum, að það fái hann
til að hjálpa okkur seinna. Á
hinu leytinu eru svo skoðanir,
sem Rousseau barðist mest fyr-
ir, að maðurinn sé í eðli sínu
ósérplæginn og samvinnuþýð-
ur; ef hann sé öðru vísi, stafi
það af því, að eðlilegum þroska
hans hafi verið spillt. „Mað-
urinn“, sagði Rousseau, ,,er í
eðli sínu góður. Það er aðeins
þjóðfélagið, sem gerir hann
vondan.“
Hvorug þessara andstæðu
öfga er rétt. Sannleikurinn ligg-
ur á milli þeirra. Þó að það sé
engin djúpstæð vizka, liggur
beint við að segja, að mannlegt
eðli sé allmjög blandið. Okkur
er eðlilegt að vera að miklu
leyti eigingjörn, óvinveitt og
andsnúin fólki, sem hindrar
okkur í að fá vilja okkar fram-
gengt. Okkur er einnig eðlilegt
að sýna öðrum samvinnulipurð,
finna til velvildar og samúðar
gagnvart þeim. Með tæknilegra
orðalagi getum við sagt, að við
höfum bæði sjálfshugðir og fé-
lagshugðir. Vel má segja, að
menningin sé undir því komin,
hversu tekst að víkka svið fé-
lagshugðanna. Frumstæði mað-
urinn er samvinnuþýður innan
fjölskyldu sinnar eða ættbálks
og hneigist til að líta á alla
óviðkomandi sem óvini. Hinn
menntaðasti maður finnur
skyldleika sinn við gjörvallt
mannkyn. Nánar get ég ekki
rætt þetta hér.
Eitt er þó alveg víst. í öliu
samlífi, en einkum þó í því
mjög skipulagða þjóðfélagi,
sem við búum í, er æskilegt að
félagshugðirnar séu vel þrosk-
aðar, en sjálfshugðunum hald-
ið nokkuð í skefjum. Menning-
arlega séð er bezt að líta á sið-
ferði og siðareglur sem skipu-
lagðar tilraunir til að glæða fé-
lagshugðirnar. Ein frumregla
er sameiginleg öllu siðgæði,
hvar sem er í heiminum og
hversu ólík sem þjóðfélögin
kunna að vera. Eitt siðaboðorð
viðurkenna allir, jafnt mannæt-
ur suður á Borneo og Jesúita-
prestar: „Við megum ekki vera
algjörlega eigingjörn. Við verð-
um að vera þess albúin að geta
stundum látið hag fjölskyldu,
vina eða þjóðfélags ganga á
undan eigin hagsmunum.“
Þetta þýðir þó ekki það, að
við eigum alltaf að vera að
fórna okkur fyrir aðra: við höf-
um einnig skyldum að gegna
gagnvart okkur sjálfum. En
kjarni menningarlegs siðgæðis
er óhlutdrægni: Það að láta
ekki eigin óskir og áhugamál
gera okkur blind fyrir þörfum
annarra. Hin fræga saga af Sir
Philip Sidney í Zutpen er göf-
ugt fordæmi. Þó að hann væri
helsærður og þjáður af þorsta,
rétti hann vatnsbikarinn, sem
honum var fenginn, að enn
særðari manni og sagði: „Vin-
ur, þörf þín er meiri en mín.“