Úrval - 01.02.1955, Side 12
10
ÚRVAL
Óhlutdræg hegðun getur átt sér
ýmsar orsakir. Einn getur hafa
tamið sér óhlutdrægni eftir
mikla innri baráttu. Annar er
óhlutdrægur af því að hann er
að eðlisfari' hjartahlýr og göf-
uglyndur og nýtur þess að sjá
aðra glaða. Báðir eru verðir
aðdáunar, en líklegast erum við
þó flest sammála um að dást
rneira að hinum síðamefnda.
Við myndum vilja, að börnin
okkar líktust honum, væri þess
nokkur kostur. Þegar við víkj-
því að hinni hagnýtu hlið barna-
uppeldis, er þetta sennilega þýð-
ingarmesta spurningin: ,,Er
nokkur vegur til þess, að við
getum með uppeldisaðferðum
okkar aukið líkurnar fyrir því,
að barnið verði hjartahlýr og
göfuglyndur maður?“
Það .er hughreystandi, að
hægt er að gefa við þessari
spurningu skorinort svar.
Kjarna þess má fela í einu
orði: „ást“. Hjartahlýtt og
göfuglynt verður barnið ekki
fyrst og fremst með aga og
tamningu, enda þótt það komi
að notum á öðrum sviðum,
heldur með ást. Sannanir em
á hverju strái fyrir því, að sé
barnið alið upp á hlýju, ham-
ingjusömu, einlægu og ástúð-
legu heimili, eru mest líkindi
til að það verði jafnlyndur,
öruggur, ástúðlegur og göfug-
lyndur maður. Hafi bamið aft-
ur á móti ekki fengið þessa
kjölfestu, — bamið, sem finnst,
að engum þyki vænt um það,
eða er að minnsta kosti ekki
ömggt um það, — veldur það
stöðugum vandræðum. Mikill
hluti geðveiklaðs fólks og af-
brotamanna hefir farið á mis
við eðlilega áistúð í uppvextin-
um.
Fyrir nokkru var sú hörmu-
lega skoðun í tízku, að ekki
væri hollt að sýna barninu
feimulausa blíðu eða hvetja það
til þess. Eg hefi séð móður
snupra son sinn fyrir að vilja
vera góður við hana og segja
honum að vera ekki tilfinninga-
samur. Lítið barn getur varla
sýnt eða fengið of mikið af ást-
úð. Þetta þýðir þó ekki það, að
foreldrar eigi sí og æ að vera
að kjassa barnið og klappa því,
enda þótt löngun barnsins eftir
atlotum geti verið næstum ó-
seðjandi, né heldur þýðir það að
foreldrar skuli hvetja barnið til
meiri blíðhóta en því er eðlilegt.
En það er nauðsynlegt að vera
góður við barnið, þegar það vill
það, og enn nauðsynlegra er að
tryggja barninu svo örugga og
staðfasta ástúð, að aldrei hvarfli
að því, að það sé ekki elskað
og þráð. Sálfræðilegar athugan-
ir á börnum benda eindregið
til þess, að ekki sé mikii hætta
á, að foreldrar fari mjög villur
vegar í uppeldismálum, sé þessu
skilyrði fullnægt. En ef grund-
völlur ástúðarinnar er ekki
traustur, er verið að ala upp
vandræðabam. Svona einfalt er
þetta.
Ástúðin ein leysir samt ekki