Úrval - 01.02.1955, Side 14

Úrval - 01.02.1955, Side 14
12 ÚRVAL Henni þætti eflaust ósann- gjarnt að vera beðin þess. Hvers vegna ættum við að gera meiri kröfur til barns ? Einhver kann nú að svara: „En það er annað mál. Loðfeldurinn er dýrmætur, en það eru leikfóng ekki.“ En leikföngin geta verið barninu alveg eins dýrmæt. Og það er að ætlast til of mikils af mannlegu eðli að vilja, að barninu sé sama þó að leik- föng þess séu brotin, ef önnur börn hafa yndi af því. Fram að þessu hefi ég bent á, að þýðingarmesta hlutverk siðræns uppeldis sé að glæða félagshugðirnar. Óraunhæft væri þó að ætla, að öll félags- leg hegðun sé sjálfkrafa tján- ing félagshugðanna. Mikill hluti hennar byggist á þjálfun. Maðurinn þarf að læra að laga framferði sitt eftir tilteknum hegðunarreglum, sem miða að almannaheill. Sú þjálfun er ekki siðrænt uppeldi í strangasta skilningi, en hún er mjög þýð- ingarmikill hluti af uppeldi hvers barns. Snemma í bernsku þarf það að læra að hlýðnast ákveðnum reglum, sem stuðla að eðlilegum gangi heimilislífs- ins. Það þarf að fara möglunar- laust í rúmið, þegar því er sagt það. Það þarf að virða eigna- rétt annarra og koma í matinn í tæka tíð. Stundum verður það að gæta þess að tefja ekki full- orðna fólkið frá vinnu sinni o.s. frv. I þessum efnum verða að vera ákveðnar reglur og -—- hik- um ekki við að segja það — ákveðin viðurlög. Þrálátur orðrómur hefir gengið um það, að nútíma sál- arfræði sé andvíg boðum og bönnum, — að sá hafi orðið árangur af uppgötvunum Fre- uds, að nú sé það talin rétta aðferðin við að ala börn upp að leyfa þeim að haga sér eins og þau vilji, — og að ef við segjum nokkru sinni við barn „gerðu þetta ekki,“ svo að ég tali nú ekki um, ef við refsum því, sé hætta á að við völdum því ó- bætanlegu tjóni. Mætti ég því segja eins greinilega og mér er unnt, að nútíma sálarfræði heldur engu þvílíku fram. Freud komst svo að orði í Fyrirestr- um um sálkönnun: „Barnið þarf að læra að hafa hemil á hvötum sínum. Ómögu- legt er að veita því fullt frelsi til að þjóna hindrunarlaust öll- um hvötum, sem í því búa. Það myndi að vísu vera fróðleg til- raun fyrir sálarfræðinga, en gera foreldrum lífið óbærilegt og skaða bömin sjálf alvarlega ...... Uppeldisfræðin verður að sigla milli skers hins frjálsa hvatalífs og báru algerrar hindrunar.“ Freud átti sex börn. Hann vissi því um hvað hann var að tala. Sanngjarn agi hefir aldrei skaðað nokkurt barn. I raun- inni kjósa börn hann heldur. Þau þarfnast ákveðinnar festu. Þau vilja vita, hvar þau standa og til hvers er ætlazt af þeim.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.