Úrval - 01.02.1955, Side 15
SIÐGÆÐI ÁN TRÚAR
13
Þau kæra sig ekki um að þurfa
að ráða öllu sjálf. Aginn má
ekki vera óhóflegur. Við vilj-
um ekki bannið bannsins vegna.
Hann má heldur ekki vera
handahófskenndur. Gagnslaust
er að banna eitt í dag og leyfa
það síðan á morgun. En um-
fram allt verður hann að hald-
ast í hendur við ástúðina. For-
eldrar ættu aldrei að segja: ,,Ef
þú gerir þetta, þykir mér ekki
lengur vænt um þig“ eða ,,ef
þú gerir þetta, ertu ekki litli
drengurinn minn.“ Barnið má
aldrei finna, að foreldraástin sé
á einhvern hátt skilorðsbundin.
Eins og ég hefi sagt: Aldrei
má hvarfla að því að efast um,
að það sé elskað og þráð.
Miklu minna gerir flenging-
in barni til en að segja því,
að manni þyki ekki lengur vænt
um það. Ekki er ég þó bein-
línis að mæla flengingum bót,
en það er ég viss um, að ótti
sumra við þær er alveg ástæðu-
laus. Ef barnið treystir því
fyllilega, að mömmu og pabba
þyki vænt um það, gerir smá-
vegis flenging því ekkert mein,
eða eins og eitt áhyggjufullt
foreldri sagði einu sinni við
mig: „það getur gert þeim
flengda stórgreiða.“ Hástemmd-
ir og sífurgjarnir foreldrar,
sem hryllir við að heyra fleng-
ingu nefnda á nafn, veita stund-
um andlega refsingu, miklu
þungbærari en hina, með því að
gerast harmþrungnir og á-
hyggjufullir, ef barnið þeirra
hagar sér illa, og með því að
nota setningar sem þessar: ,,Ég
skammast mín fyrir þig. Þú
veldur mér vonbrigðum“ o.s.
frv. Þetta ætti aldrei að segja
við barn. Það er ekki eins slæmt
og ,,mér þykir ekki lengur vænt
um þig,“ en söm eru áhrifin:
Það veikir traust barnsins.
Þar með er ekki sagt, að við
eigum aldrei að láta okkur mis-
líka framferði barnsins. En —
og hér komum við að veiga-
miklu atriði — við eigum að
fordæma misgerðirnar, en ekki
barnið. Ef það gerir eitthvað
ljótt, borðar t.d. allt sælgæti
bróður síns ásamt sínu eigin,
er hægt að segja sem svo:
„Þetta var nú ljótt. Það er ekki
líkt þér að gera þetta“, í stað
þess að segja: „Þú ert ljótur,
gráðugur strákur." Merkingin
er kannski nokkuð svipuð, en í
augum barnsins er hér um reg-
in mun að ræða.
Tími minn er á þrotum, og
hinn trúaði hlustandi er sjálf-
sagt orðinn óþolinmóður. „Þetta
er nú allt saman gott og bless-
að“, segir hann ef til vill, „en
samt vantar aðalatriðið. Hver er
lokatilgangur allrar þessarar
siðgæðisþjálf unar ? Hverju
mynduð þér svara, ef barnið
spyrði: „Hvers vegna á ég að
taka tillit til annarra? Hví
skyldi ég ekki vera algjörlega
eigingjarn ?“ Hvaða svar er til
annað en þetta: „Af því að
það er Guðs vilji.“
Þetta er ein af lokaspurning-