Úrval - 01.02.1955, Side 17
Eftir 20 ára tilraunir hefur sænskum
vísindamönnum tekizt aö smíða tæki,
sem tekur að sér hlutverk lungna
og hjarta við aðgerð á lijarta.
Gervlhjartað er orðinn veruleiki.
Grein úr „Allt“,
eftir Phiiip L. Lorraine.
AÐ morgni föstudagsins 16.
júlí 1954 stóðu tíu heims-
kunnir skurðlæknar frá ýmsum
löndum í stóru skurðstofunni í
Sabbatsberg sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi. Þeir voru klæddir
í hvíta sloppa og með hvítar
grímur fyrir vitunum. Mikil eft-
irvænting ríkti í skurðstofunni,
því að eftir andartak skyldi
hefjast aðgerð, er marka mundi
tímamót í sögu skurðlæknis-
fræðinnar. Það var sænski
hjartaskurðlæknirinn Clarence
Crafoord og aðstoðarmenn hans,
sem ætluðu að framkvæma að-
gerðina.
Á skurðarborðinu lá 41 árs
gömul kona, frú Margareta
Bergh, í djúpum svefni og sælli
fáfræði um það sem til stóð. I
efra vinstra hjartahólfi hennar
var æxli, á stærð við valhnetu,
banvænt eins og byssukúla.
Æxlið óx hratt og hennar beið
ekki annað en dauðinn innan
fárra vikna, ef ekkert væri að-
gert.
Crafoord prófessor lauk und-
irbúningnum, dró gúmmíglófana
á hendur sér og sneri sér að
hinum lærðu áhorfendum.
„Skurðaðgerðir djúpt í hjart-
anu hafa alla tíð verið miklum
erfiðleikum bundnar,“ hóf hann
mál sitt. „Versti Þrándur í
Götu hefur verið hið sérlega
mikla blóðrennsli til hjartans
og erfiðleikarnir á því að fá
„þurrt skurðaðgerðarsvæði." I
rösk tuttugu ár hef ég unnið
að því að búa til tæki, sem gæti
tekið að sér hlutverk hjartans
meðan skurðaðgerð fer fram og
rutt þannig úr vegi verstu
hindruninni.“
Crafoord prófessor benti á
tæki við hliðina á skurðarborð-
inu. Það var á stærð við tevagn
og stóð á fjórum fótum með
gúmmíhjólum. Prófessorinn
hélt áfram:
„Ég geri mér von um, að
með þessu tæki hafi mér tekizt
að leysa vandann."
Tækið var árangur margra
ára tilrauna og samvinnu Cra-
foords prófessors og samverka-