Úrval - 01.02.1955, Page 18
16
ÚRVAL
manna hans og verkfræðinga
hjá læknatækjadeild AGA-verk-
smiðjanna, og gekk almennt
undir nafninu lungna- og hjarta-
vél Crafoords prófessors. Hún
hafði þegar verið reynd á til-
raunadýrum með góðum ár-
angri. Þetta var í fyrsta skipti,
sem hún átti að koma í stað
mannshjarta.
A LLUR undirbúningur hafði
verið eins nákvæmur og
unnt var. Hópur tæknisérfræð-
inga frá AGA hafði daginn áður
prófað hvern einasta smáhlut
vélarinnar. Þeir höfðu unnið til
klukkan tv)p um nóttina, og
strax fjórum tímum síðar —
klukkan sex á föstudagsmorgun
— komu þeir aftur til að leggja
síðustu hönd á verkið. Og nú
var gervihjartað reiðubúið að
leysa af hólmi hið sjúka hjarta
frú Berghs. Með skjótum og
öruggum handtökum hófu Cra-
foord og aðstoðarmenn hans að-
gerðina. Skinn, vöðvar og rif-
bein voru skorin sundur og
brett til hliðar. Þeir sem um-
hverfis stóðu gátu séð inn í
brjósthol hinnar sofandi konu.
Þarna undir lunganu, í band-
vefspoka sínum, lá hjartað.
Crafoord gaf Senning aðstoðar-
lækni sínum merki og hann
sendi öflugt, en stutt, raflost
gegnum hjartað. Hjartað stanz-
aði samstundis. Skjótt og ör-
uggt tengdi Crafoord gervi-
hjarta sitt við æðakerfi kon-
unnar.
Hálftíma síðar var allt blóð
farið úr hjartanu. Þremur
stundarfjórðungum þar á eftir
var búið að skera burt æxlið.
Á meðan hélt tækið hjartanu
þurru, tók blóðið úr bláæða-
kerfi konunnar, hreinsaði úr því
kolsýruna og mettaði það súr-
efni og svæfingarlyfi til þess
að viðhalda svæfingunni, og
dældi því síðan inn í slagæða-
kerfi hennar. Tækið þurfti engr-
ar pössunar við, það var alger-
lega sjálfvirkt. I hjarta kon-
unnar var ekkert blóð og það
starfaði ekki lengur. Skurðsvæð-
ið var þurrt og hreyfingarlaust.
Crafoord hafði tekizt hér það
sem hjartaskurðlækna hafði
lengi dreymt um.
Skurðaðgerðinni var nú lok-
ið. Aðstoðarlæknirinn sendi raf-
lost gegnum hjartað, öflugra
en í fyrra skiptið, og hjartað
tók aftur að slá.
Getu lungna- og hjartavél-
arinnar voru þó takmörk sett
— enda hafði hún verið gerð
fyrir tilraunir á dýrum. Til
þess að bæta upp ófullkomleika
vélarinnar urðu Crafoord próf-
essor og aðstoðarlæknar hans
að grípa til sérstakrar svæfing-
artækni. Plata, sem ískalt vatn
rann eftir, líkt og sjá má í
gluggum sumra matvöruverzl-
ar.a, var notuð til að lækka
líkamshita konunnar niður í
27°, þ.e. 9,8° niður fyrir eðli-
legan líkamshita. Við þennan
hita er öll líffærastarfsemi
helmingi hægari en venjulega,