Úrval - 01.02.1955, Side 18

Úrval - 01.02.1955, Side 18
16 ÚRVAL manna hans og verkfræðinga hjá læknatækjadeild AGA-verk- smiðjanna, og gekk almennt undir nafninu lungna- og hjarta- vél Crafoords prófessors. Hún hafði þegar verið reynd á til- raunadýrum með góðum ár- angri. Þetta var í fyrsta skipti, sem hún átti að koma í stað mannshjarta. A LLUR undirbúningur hafði verið eins nákvæmur og unnt var. Hópur tæknisérfræð- inga frá AGA hafði daginn áður prófað hvern einasta smáhlut vélarinnar. Þeir höfðu unnið til klukkan tv)p um nóttina, og strax fjórum tímum síðar — klukkan sex á föstudagsmorgun — komu þeir aftur til að leggja síðustu hönd á verkið. Og nú var gervihjartað reiðubúið að leysa af hólmi hið sjúka hjarta frú Berghs. Með skjótum og öruggum handtökum hófu Cra- foord og aðstoðarmenn hans að- gerðina. Skinn, vöðvar og rif- bein voru skorin sundur og brett til hliðar. Þeir sem um- hverfis stóðu gátu séð inn í brjósthol hinnar sofandi konu. Þarna undir lunganu, í band- vefspoka sínum, lá hjartað. Crafoord gaf Senning aðstoðar- lækni sínum merki og hann sendi öflugt, en stutt, raflost gegnum hjartað. Hjartað stanz- aði samstundis. Skjótt og ör- uggt tengdi Crafoord gervi- hjarta sitt við æðakerfi kon- unnar. Hálftíma síðar var allt blóð farið úr hjartanu. Þremur stundarfjórðungum þar á eftir var búið að skera burt æxlið. Á meðan hélt tækið hjartanu þurru, tók blóðið úr bláæða- kerfi konunnar, hreinsaði úr því kolsýruna og mettaði það súr- efni og svæfingarlyfi til þess að viðhalda svæfingunni, og dældi því síðan inn í slagæða- kerfi hennar. Tækið þurfti engr- ar pössunar við, það var alger- lega sjálfvirkt. I hjarta kon- unnar var ekkert blóð og það starfaði ekki lengur. Skurðsvæð- ið var þurrt og hreyfingarlaust. Crafoord hafði tekizt hér það sem hjartaskurðlækna hafði lengi dreymt um. Skurðaðgerðinni var nú lok- ið. Aðstoðarlæknirinn sendi raf- lost gegnum hjartað, öflugra en í fyrra skiptið, og hjartað tók aftur að slá. Getu lungna- og hjartavél- arinnar voru þó takmörk sett — enda hafði hún verið gerð fyrir tilraunir á dýrum. Til þess að bæta upp ófullkomleika vélarinnar urðu Crafoord próf- essor og aðstoðarlæknar hans að grípa til sérstakrar svæfing- artækni. Plata, sem ískalt vatn rann eftir, líkt og sjá má í gluggum sumra matvöruverzl- ar.a, var notuð til að lækka líkamshita konunnar niður í 27°, þ.e. 9,8° niður fyrir eðli- legan líkamshita. Við þennan hita er öll líffærastarfsemi helmingi hægari en venjulega,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.