Úrval - 01.02.1955, Síða 19
GERVIHJARTAÐ ER ORÐINN VERULEIKI
17
og súrefnisþörf líkamans
minnkar að sama skapi.
Konan vissi ekkert um þessa
kælingu. 1 þrettán klukkustund-
ir lá hún á skurðarborðinu
meðan lungna- og hjartavélin
starfaði. 1 dag lifir hún við
góða heilsu og sinnir heimilis-
störfum sínum, rétt eins og
hún hefði aldrei orðið veik. Og
það sem föstudaginn 16. júlí
1954 leit út sem kraftaverk í
augum allra viðstaddra er nú
næstum vikulegur viðburður í
Sabbatsberg sjúkrahúsinu.
^Ú HUGMYND að láta vél
taka að sér starfsemi
hjarta og lungna hafði árum
saman verið öllum hjartaskurð-
læknum mjög hugleikin. Cra-
foord prófessor byrjaði að
flíma við hana þegar árið 1930.
Ameríku hefur J. Gibbon jr.,
prófessor við Jeffersons sjúkra-
húsið í Philadelphia, einnig
lengi glímt við hugmyndina.
Hið sameiginlega hugðarefni
leiddi til þess, að hinn sænskí
og ameríski prófessor urðu vin-
ir og hafa þeir allt frá árinu
1931 skrifast á, skýrt hvor öðr-
um frá gangi málsins og skipzt
á hugmyndum.
Gibbon var fyrri til að full-
gera tæki sitt. En aðeins ein
af all mörgum fyrstu aðgerð-
unum, sem hann notaði tækið
við, tókst vel, og varð það til
þess að Svíarnir urðu varkárari
og athuguðu betur sinn gang.
Þeir létu þó ekki mistök Gibb-
ons skjóta sér skelk í bringu,
en komust að þeirri niðurstöðu,
að vél hans væri alltof marg-
brotin. Hún var risastór — súr-
efnisgeymirinn einn var 427 m3
að rúmmáli — og tíu rafeinda-
stilla þurfti til að stjórna henni.
Tæki Crafoords er miklu fyrir-
ferðarminna og er algerlega
sjálfvirkt.
Náin samvinna lækna og
verkfræðinga var mjög mikil-
vægt atriði í sambandi við til-
búning tækisins. Árið 1933 setti
Crafoord sig i samband við
læknatækjadeild AGA-verk-
smiðjanna varðandi framleiðslu
á öndunartæki (Spiropulsator)
verksmiðjanna, sem var í senn
öndunar- og svæfingartæki og
notað var við brjóstaðgerðir.
Út af þessu spratt samvinna á
öðrum sviðum. Crafoord próf-
essor og starfsbræður hans við
Sabbatsberg sjúkrahúsið komu
hugmyndum sínum á framfæri
við verkfræðinga hjá AGA, sem
síðan létu í té tæknikunnáttu
sína til að koma þeim í fram-
kvæmd.
TjUNN af verkfræðingum AGA,
Emil Andersson, fékk þeg-
ar í upphafi áhuga á hugmynd-
inni um gervihjartað. Hann og
Crafoord prófessor áttu tíðar
og langar samræður um málið
og gerðu áætlanir og teikning-
ar af tækinu. Loks árið 1945
var tekin ákvörðun um að