Úrval - 01.02.1955, Side 21
GERVIHJARTAÐ ER ORÐINN VERULEIKI
19
rriÆKIÐ STARFAR eins og
hér segir: Blóðið er tekið
úr bláæðakerfi sjúklingsins
með slöngu, sem leiðir það inn
í ildingarkerfið þar sem það er
mettað súrefni. Ildingin fer
þannig fram, að blóðið er látið
leika um gljúpa (porös) leir-
pípu. Innan í leirpípunni er súr-
efni, sem þrýstist gegn um hár-
pípurnar í leirnum út í blóðið
sem örsmáar bólur. Bólurnar
leysast upp og samlagast blóð-
inu, en til öryggis er blóðið
látið fara í gegnum hreinsara,
sem tekur úr því þær súrefnis-
bólur, sem eftir kunna að vera.
Blóðið er leitt áfram í einskonar
trog þar sem það rennur um
marga plastsívalninga sem snú-
ast. Þegar sívalningarnir snú-
azt, sezt á þá loftið, sem er í
troginu. Kolsýran, sem safnast
hefur í blóðið, skilst út á þann
hátt að þess er gætt að hafa
alltaf mjög lágan kolsýruþrýst-
ing í troginu. I loftinu í troginu
er hæfileg blanda af súrefni og
svæfingarefni, þannig að svæf-
ingunni er haldið við jafnframt
því sem blóðinu berst súrefni.
Úr troginu er blóðinu dælt inn
í slöngu, sem leiðir það inn í
slagæðakerfi sjúklingsins.
Segja má, að gervihjarta
Crafoords prófessors sé nú kom-
ið af tilraunarstiginu. Gert er
ráð fyrir, að unnt verði nú að
byrja á því að framleiða það í
svo stórum stíl, að eftirspurn-
inni í heiminum verði fullnægt.
Það mun verða enn liprara og
auðmeðfarnara en nú. Það sem
fyrir rúmu hálfu ári var sann-
kallað undratæki, verður senn
hversdagsleg verksmiðjufram-
leiðsla.
—o—
Hvar var hatturinn ?
Nokkrir karlmenn höfðu komið saman til að skemmta sér
og- talið barst að hjónabandinu og ýmsum vandamálum þess
— einkum varð mönnum tíðrætt um tryggð og ótryggð í hjóna-
bandi. Roskinn maður í hópniun gerðist svo djarfur að full-
yrða, að enginn þeirra sem viðstaddir voru myndu geta talið
sig saklausan að því að hafa stigið eitt eða fleiri víxlspor á
hinum þrönga vegi hjúskapartryggðarinnar. Svo viss var hann
í sinni sök, að hann hét hverjum þeim nýjum hatti, sem með
góðri samvizku gæti lýst sig saklausan.
„Það get ég,“ sagði einn í hópnum.
„Það er fróðlegt að heyra. Hve lengi hafið þér verið giftur?"
„Síðan á sunnudaginn."
Þetta vakti mikla kátínu, svo mikla, að þegar einn gestanna
kom heim til sín um nóttina, vakti hann konuna sína til að
segja henni söguna. Hún virtist elcki kunna að meta hana.
„Hvað er þetta kona, finnst þér sagan ekki góð?“ spurði
maðurinn.
„Já, ágæt,“ sagði hún kaldhæðnislega. „En hvar er nýi hatt-
urinn, sem þú fékkst?"
3*