Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 24
22
tJRVAL
„Það er ólán velvöxnu nútíma-
konunnar. Hún sýnist vera
of holdug. Mig langar til að
teikna yður.“
Hann hafði tekið upp teikni-
bókina og teiknað nokkrar
skyndimyndir af henni. Seinna
hafði hann sýnt henni fáeinar
myndir, sem hann hafði gert.
„Ég hef haft sjö fyrirsætur
— en engin þeirra hefur dugað.“
„Hvað eruð þér að teikna?“
spurði hún forvitin. „Það er eins
og þér séuð að mála mynd fyrir
það opinbera . . .“
„Það er rétt. I rauninni má
enginn vita það, en ég skal
segja yður frá því. Ríkisbankinn
hefur falið mér að teikna nýj-
an þúsund króna seðil, og ég
býst við að eftirmyndir komi
til með að verða eftirsóttari en
frummyndin. Og konan gegnir
þýðingarmiklu hlutverki í mynd-
inni. Hún á að tákna andann,
mannsandann, sem er æðri en
náttúran og menningin. Þér
væruð einmitt rétta fyrirsæt-
an!“
„Ég hef aldrei verið fyrir-
sæta.“
„Það gerir ekkert til. Annars
er verkið vel borgað. Ég gæti
haft Rómarferð upp úr því, og
ég skal líka borga yður vel. Já,
mér er víst óhætt að segja það.
Þér safnið víst ekki auði hjá
Abelin ?“
„Ég veit ekki hvað segja skal.
Ég fæ meira en ég á skilið.
En . . . ef ég hjálpaði yður, þá
gerði ég það með því skilyrði
að þér reynduð aldrei að komast
að því hver ég er. Og ef þér
komist að því, þá verðið þér að
lofa að segja aldrei neinum frá
því. Ég er nefnilega gift. Og ég
býst við að maðurinn minn
kærði sig ekki um það.“
„Ég lofa því. Að sjálfsögðu
er þetta óviðkomandi einkalífi
yðar. Ég lít aðeins á yður sem
fyrirsætu."
„Ég skil það,“ sagði hún
hlæjandi.
„Ekki fullkomlega, býst ég
við,“ sagði hann. „Það eru ekki
aðeins línur og hlutföll líkam-
ans, sem ég hef áhuga á — það
er dálítið annað líka. Það er
sálin . . . hvemig á ég að
koma orðum að því . . . andinn,
sem þér geislið frá yður. Ég
ætla að reyna að ná honum og
gefa honum eilíft líf. Þetta eru
engar ýkjur. Það eru áreiðan-
lega ekki mörg listaverk, sem
verða eins vel geymd og þúsund
króna seðlarnir mínir. Aldrei
hefur neinn verið jafn kvíða-
fullur út af verki listamanns
og Ríkisbankinn er út af mínu
verki. Þó að ég skreppi ekki
burt nema í nokkra daga, verð
ég að læsa teikningarnar inni í
geymsluhólfi bankans . . .“
Hann sagði henni heimilis-
fang sitt, og nokkrum dögum
seinna var hún á leiðinni upp
stiga í húsi einu í gamla bæj-
arhlutanum. Hún vissi að mað-
urinn hennar átti húsið, en
hún hafði aldrei komið þangað
fyrr. Stiginn var dimmur og