Úrval - 01.02.1955, Síða 27

Úrval - 01.02.1955, Síða 27
ÞÚSUND KRÓNA SEÐILLINN 25 í heiminum, sem höfðu ekkert út á tilveruna að setja. Einn dag, þegar þau voru að vinna, sagði hann: „Ég lofaði að forvitnast ekki um hver þér væruð, en í gær sá ég mynd af yður í blaðinu. Ég veit nú að þér eruð ekki fyrirsæta vegna peninganna sem þér fáið fyrir það. Og yður er auðvitað kunnugt um að mað- urinn yðar er í nefndinni, sem dæmir verk mitt.“ „Já, ég veit það,“ sagði hún „En honum mundi sízt af öllu detta í hug að ég hefði gert þetta. Ef honum finnst myndin á seðlinum eitthvað svipuð mér, þá heldur hann áreiðanlega að það sé af tilviljun. Hann hefur raunar aldrei . . .“ Hún þagnaði snögglega og roðnaði. „Ég hef komið því svo fyrir, að maðurinn yðar á að dæma um verksmiðjureykháfa, viðar- fleytingar og aðrar táknmyndir fyrirmyndar þjóðfélags,“ sagði hann þurrlega. „Annars getið þér fullkomlega treyst þessum sjö slæðum sem hylja yður.“ „Ég hefði víst ekki átt að fara hingað án þess að tala við Kristófer. Hugsið yður, að það væri hann sem stæði hér í mín- um sporum . . . og kvenmál- ari . . .“ Þau hlógu bæði. „Hann mundi ekki verða færður í hvíta skikkju", sagði Jakob Gehlin. „Ég held að það sé óhætt að treysta manninum yðar. Mér þykir leitt að hann skuli ekki vita neitt um þetta.“ „Hann ber meiri virðingu fyrir hlutunum en sálinni." „Já, það er eins og hann sé dálítið hræddur við að lifa. Því er oft þannig varið með pen- ingafólk. Það getur verið að okkur hlotnist hamingja og öryggi seinna í lífinu, þegar við fáum barnsóskir okkar uppfyllt- ar. En börn óska sér aldrei peninga, og af því stafar senni- lega þessi tómleikatilfinning. Nú megið þér fara í fötin.“ Hann horfði á líkama hennar í síðasta sinn með ástúðlegu augnráði. Hún mundi aldrei framar vera fyrirsæta hjá hon- um. Þegar hún var komin í fötin, stóðu þau hlið við hlið við teikni- borðið og virtu fyrir sér upp- drættina í skæru lampaljósi. Hann hafði stækkað eina teikn- inguna og var stoltur yfir þess- um fyrsta uppdrætti, þar sem hugmyndin var farin að taka á sig form. Svo strauk hann hárið aftur og leit á hana. „Ef mér skjátlast ekki, og þér eruð sú eldsál sem ég held að þér séuð, Margareta,“ sagði hann, „hvers vegna hjálpið þér þá ekki manninum yðar og bendið honum á, að það erum við sjálf sem getum gefið hlut- unum þýðingu ?“ „Ég? Nei . . . ekki . . .“ Stundum hafði hvarflað að henni, að Jakob Gehlin mundi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.