Úrval - 01.02.1955, Síða 28

Úrval - 01.02.1955, Síða 28
26 ÚRVAL einn góðan veðurdag biðja hana að yfirgefa stóra húsið — ef til vill einmitt núna, þegar hann hefði efni á að vera heilt ár í Róm. I stað þess hafði hann stungið upp á að hún yrði orkugjafi fyrir aðra manneskju! Hafði hann kannski rétt fyrir sér? Ef til vill varð maður að byrja sjálfur, líka ef maður vildi vera elskaður. „Ég veit ekki hversvegna . . sagði hún. „En það eru einmitt hlutirnir sem alltaf eru að fá meiri og meiri þýðingu fyrir okkur . . .“ Og við erum alveg að sligast undir ofurþunga þeirra . . .“ Hvað hafði hjónaband hennar verið annað? hugsaði hún. Ann- að en endalaus straumur af hlutum, hlutum í öskjum, hlut- um í skúffum, hlutum í töskum, hlutum í pappakössum, hlutum og aftur hlutum. Hve marga hluti hafði hún ekki tekið úr allskonar umbúðum á liðnum árum ? Og hvað var orðið af öllum þessum hlutum? Var nokkuð sem hún gat minnzt, sem hun mundi minnast frá þessum síðdegisstundum hjá Jakob . . . Allt í einu vafði hún hand- leggjunum um háls honum, strauk á honum hárið og kyssti hann. „Það er víst bezt . . .,“ sagði hún svo. „Það er sama hvað ég er hrifinn af . . . að vinna með þér . . . það er bezt að við sjáumst ekki framar.“ ,,Já,“ sagði hann. „Það er víst bezt.“ * Hún var nýbúin að slökkva á útvarpinu þegar hún heyrði að Kristófer ók bílnum inn í bíl- skúrinn. Rétt á eftir kom hann upp stigann og fór inn í svefnherbergið sitt. Hann kom inn til hennar þegar hann sá að það var ljós. Hann var í morg- unsloppnum og hélt á peninga- kassanum undir hendinni. „Ég ætla að sýna þér svolítið hérna,“ sagði hann og rétti henni fimm nýja þúsund króna seðla. „Hvernig lízt þér á þessa, Margareta?“ bætti hann við. Hún tók einn af nýju seðl- unum og fann hvernig skrjáf- aði í honum. Hún leit sem snöggvast á framhliðina á seðl- inum, síðan sneri hún honum hægt við. Henni fannst hann fylgjast nákvæmlega með ölium svipbrigðum á andliti hennar. Hún leit á bakhlið seðilsins. Þar var konan með sænska skjaldarmerkið við fætur sér. Hún sveif yfir sænskum ökrum, trjákvoðuskógum og verksmiðj- um. „Þetta er reglulegt listaverk,“ sagði hún. „Listaverk?“ sagði hann undrandi. „Hvað áttu við með því?“ Hún tók eftir því að skikkju- klædda konan vakti athygli hans. „Hefur þú séð þessa gyðju?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.