Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 28
26
ÚRVAL
einn góðan veðurdag biðja
hana að yfirgefa stóra húsið
— ef til vill einmitt núna,
þegar hann hefði efni á að vera
heilt ár í Róm. I stað þess hafði
hann stungið upp á að hún yrði
orkugjafi fyrir aðra manneskju!
Hafði hann kannski rétt fyrir
sér? Ef til vill varð maður að
byrja sjálfur, líka ef maður vildi
vera elskaður.
„Ég veit ekki hversvegna . .
sagði hún. „En það eru einmitt
hlutirnir sem alltaf eru að fá
meiri og meiri þýðingu fyrir
okkur . . .“ Og við erum alveg
að sligast undir ofurþunga
þeirra . . .“
Hvað hafði hjónaband hennar
verið annað? hugsaði hún. Ann-
að en endalaus straumur af
hlutum, hlutum í öskjum, hlut-
um í skúffum, hlutum í töskum,
hlutum í pappakössum, hlutum
og aftur hlutum. Hve marga
hluti hafði hún ekki tekið úr
allskonar umbúðum á liðnum
árum ? Og hvað var orðið af
öllum þessum hlutum? Var
nokkuð sem hún gat minnzt,
sem hun mundi minnast frá
þessum síðdegisstundum hjá
Jakob . . .
Allt í einu vafði hún hand-
leggjunum um háls honum,
strauk á honum hárið og kyssti
hann.
„Það er víst bezt . . .,“ sagði
hún svo. „Það er sama hvað
ég er hrifinn af . . . að vinna
með þér . . . það er bezt að við
sjáumst ekki framar.“
,,Já,“ sagði hann. „Það er
víst bezt.“
*
Hún var nýbúin að slökkva
á útvarpinu þegar hún heyrði
að Kristófer ók bílnum inn í bíl-
skúrinn. Rétt á eftir kom
hann upp stigann og fór inn í
svefnherbergið sitt. Hann kom
inn til hennar þegar hann sá að
það var ljós. Hann var í morg-
unsloppnum og hélt á peninga-
kassanum undir hendinni.
„Ég ætla að sýna þér svolítið
hérna,“ sagði hann og rétti
henni fimm nýja þúsund króna
seðla.
„Hvernig lízt þér á þessa,
Margareta?“ bætti hann við.
Hún tók einn af nýju seðl-
unum og fann hvernig skrjáf-
aði í honum. Hún leit sem
snöggvast á framhliðina á seðl-
inum, síðan sneri hún honum
hægt við. Henni fannst hann
fylgjast nákvæmlega með ölium
svipbrigðum á andliti hennar.
Hún leit á bakhlið seðilsins.
Þar var konan með sænska
skjaldarmerkið við fætur sér.
Hún sveif yfir sænskum ökrum,
trjákvoðuskógum og verksmiðj-
um.
„Þetta er reglulegt listaverk,“
sagði hún.
„Listaverk?“ sagði hann
undrandi. „Hvað áttu við með
því?“
Hún tók eftir því að skikkju-
klædda konan vakti athygli
hans.
„Hefur þú séð þessa gyðju?