Úrval - 01.02.1955, Síða 30
Kúfú-pýramídinn er mesta
mannvirki veraUlar.
Eítt af furðuverkum heims á kvikmpd.
Grein úr „Magasinet",
eftir Bent Nielsen.
Avestri bakka Nílar, hjá
Gíze, í egypzku eyðimörk-
inni, hefur sagan endurtekið sig.
Það gerðist síðastliðið sumar.
Þarna, í sannkölluðum pýra-
mídakirkjugarði, stendur vold-
ugasta bygging veraldarinnar:
Kúfúpýramídinn eða Keops-
pýramídinn eins og Grikkir
kölluðu hann, sem reistur var
fyrir 4500 árum eftir boði Kúfús
konungs, fyrsta faraós fjórðu
ættarinnar. Þessi risastóra
steinkeila er í ströngum einfald-
leik sínum merkilegasti minnis-
varði heimsins, ekki aðeins um
þann, sem lét búa sér legstað
þar, heldur einnig um furðulegt
tímabil í mannkynssögunni, gull-
öld Egypta, öld faraóanna. Það
er þetta tímabil og bygging Kú-
fúpýramídans, sem amerískt
kvikmyndafélag endurskapaði
síðastliðið sumar á staðnum þar
sem sagan gerðist.
Þetta var verkefni, sem hlaut
að heilla bandaríska kvikmynda-
menn. Hvorki Empire State
Building né hinn nýi skýjakljúf-
ur Sameinuðu þjóðanna þolir
neinn samanburð við Kúfúpýra-
mídann. Jafnvel þótt öllu efninu
í Péturskirkjunni í Róm væri
bætt við, myndi það ekki
hrökkva til meira en að gera
sökkulinn, sem er femingur, 230
m á hlið. Upp af þessum grunni
rísa 2.520.000 m'1 af steinblökk-
um á 146,5 m á hæð.. Stærsta
blökkin vegur 50 lestir. Samt
falla þessi ómeðfærilegu björg
— sem hægt væri að gera úr
„kínverskan múr“ eftir landa-
mærum Frakklands allt frá Mið-
jarðarhafi til Ermarsunds —
svo vel hvert að öðru, að slíks
eru hvergi dæmi nema í sól-
musterum Inkanna og Maya-
indíánanna. Það er ekki einu
sinni hægt að smeygja rakblaði
á milli þeirra!
Ýmsir merkir fornleifafundir
í Egyptalandi síðustu árin vöktu
áhuga amerískra kvikmynda-
manna og hafa nokkrar kvik-
myndir verið gerðar með efni
úr fortíð Egypta. Þeirra stærst
og sú sem mestar vonir eru
tengdar við, er mynd Warner
Brothers: Land faraóanna, und-
ir stjórn Howard Hawks.
Egyptalandstjórn veitti leyfi til