Úrval - 01.02.1955, Page 31

Úrval - 01.02.1955, Page 31
EITT AF FURÐUVERKUM HEIMS Á KVIKMYND 29 myndatökunnar og margvíslega fyrirgreiðslu. Fornleifafræðing- ar voru einnig með í ráðum. Myndin lýsir einvaldskonungin- um, sem notaði alla stjórnartíð sína og 100.000 þegna sinna til að reisa sér grafhýsi. 9270 manns léku í myndinni, flest allt Egyptar, sem ráðnir voru á staðnum eða fengnir að láni hjá hernum. En „stjarnan“ í mynd- inni er landið sjálft og má með sanni segja, að það hafi verið eins duttlungafullt og títt er um kvikmyndastjörnur. Steikj- andi hitar, sandstormar og ekki hvað sízt hinn heilagi Ramadan- mánuður, þegar hinir egypzku leikarar neituðu að bragða vott eða þurrt meðan dagur var á lofti og þoldu hverskonar píslir af völdum eyðimerkursólarinn- ar, stuðluðu mjög að því að ljá allrir upptökunni og þó einkum fjöldaatriðunum óhugnanlegan veruleikablæ. Áhugi manna á þessari mynd, þótt ekki sé enn farið að sýna hana, beinist einkum að hinni ítarlegu byggingu pýramídans. Egyptar sjálfir hafa, hvorki í orðum né teikningum, látið eftir sig neitt um það, hvernig þeir fóru að því að reisa pýramíd- ana, en í ritum gríska sagn- fræðingsins Heródót eru ýmsar mikilvægar upplýsingar, sem nútímavísindamenn geta stuðzt við þegar þeir reyna að gera sér grein fyrir byggingu pýra- mídanna. Það verða auðvitað aldrei annað en getgátur, en þær eru þó studdar svo ljósum rök- um, að þær eru einkar sannfær- andi. Hinir viðhafnarmiklu og alls- ráðandi greftrunarsiðir, sem pýramídarnir bera þöglan vitn- isburð um, gætu bent til, að dauðinn hefði verið sá miðdep- ill, sem öll tilvera Fornegypta snerist um; en við nánari íhug- un virðist sanni nær að líta á þá sem tákn svo ákafrar lífs- ástar, að öllu væri fórnandi til þess að hægt væri að framlengja lífið út yfir gröf og dauða. Dauð- inn var aðeins upphaf ferðar- innar til fyrirheitna landsins vestan við sólsetrið. Sú ferð var svo löng, að hinn upprisni varð að hafa með sér gnægð mat- fanga, brauð, kjöt, ávexti, ólíf- ur og vín, og til þess að það héldist óskemmt, voru festar við það töfraþulur. Og þryti mátt þeirra á leiðinni, hafði hinn látni í fylgdarliði sínu bakara, öl- gerðarmenn, kvikfé og mjalta- konur, allt skorið í tré, sem enn aðrar töfraþulur gátu blás- ið lífsanda í ef með þurfti! Með sér hafði hann einnig vitnisburð sinn, höggvinn í stein, til þess að hafa við höndina þegar hin mikla stund reikningsskilanna rynni upp hjá dauðaguðinum Ósíris, í sal þar sem eldtungur sannleikans sleiktu loftið, á með- an sjakalguðinn Anúbis vó hjarta hans á vog réttvísinnar — með tákn sannleikans, sti'úts- fjöður, sem mótvægi. Ef hjart- að reyndist of þungt, var því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.