Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 32
30
ttRVAL
fleygt í gin vítishundsins. En
stæðist hinn látni prófið, átti
hann ekki annað eftir en að
finna Ka, hinn ósýnilega tvífara
sinn, að hann gæti tekið sér
bólfestu í honum og lifað áfram
meðal guðanna, gæddur mýkt
og lipurð æskumannsins og
vizku öldungsins. En til þess að
Ka gæti þekkt hinn látna, var
nauðsynlegt að hann slyppi ó-
breyttur gegnum dánarríkið —■
og þessvegna voru líkin smurð
og urðu Egyptar miög leiknir
í þeirri list.
I ljósi þessara hugmynda um
lífið eftir dauðann er skiljanlegt
hversvegna allir pýramídarnir
eru á vesturbakka Nílar — þeim
megin sem sólin sezt. Aftur á
móti voru eingöngu tæknilegar
ástæður til þess, að þeir eru all-
ir skammt frá ánni. Níl var eina
samgönguleiðin og um hana
voru steinblakkarnir fluttir. Kú-
fúpýramídinn mun hafa verið
um 400 m frá ánni þegar hann
var reistur. Þess þurfti vand-
lega að gæta, að neðanjarðar-
grafhýsin lægju hærra en hæsta
vatnsborð árinnar. Þessvegna
var þeim komið fyrir á klöppum,
þar sem ekki var hætta á að
vatn kæmist að.
Klöppin, sem Kúfúpýramídinn
stendur á, er um fimm og hálfur
hektari. Hana hafa hinir gömlu
egypzku byggingarmeistarar
heflað þannig, að hún er eins
og dansgólf. Svo nákvæm er
þessi sléttun, að hæðarmunur er
hvergi meiri en 1,5 sm. Svo lá-
réttan flöt hefur aðeins verið
unnt að gera með því að hafa
vatnsflötinn sem hallamæli, þótt
ekki sjáist þess nú merki, að
veitt hafi verið vatni yfir klöpp-
ina.
Meðan þessi nákvæmnisvinna
stóð yfir, var unnið að því að
höggva til steinblakkirnar í
kalksteinsnámunum hinum meg-
in árinnar. Tiltölulega auðvelt
hefur verið að brjóta kalkstein-
inn. Egyptar urðu einna fyrst-
ir til að gera sér ágæt verkfæri
úr kopar, m. a. meitla og sagir.
Auk þess er talið, að þeir hafi
notað blautan kvartssand við
sögunina. Til að kljúfa notuðu
þeir tréfleina. Voru þeir reknir
þurrir í meitlaðar holur og síð-
an vættir þannig, að þeir bólgn-
uðu út og sprengdu sundur
klöppina. Erfiðara hefur það
verið í granítnámunurn suður
hjá Assúan, þar sem gerðar
voru súlur, þrep og bitar — og
stundum ytri kistur. Að öllum
líkindum hafa þeir brotið gran-
ítið með því að kynda bál á
klöppunum og snöggkæla þær
með því að hella á þær vatni;
við það hafa þær sprungið.
Meðalþyngd steinblakkanna í
Kúfúpýramídanum er þrjú og
hálf lest, en sú stærsta, sem
er í lofti grafhvelfingarinnar, er
eins og áður segir, 50 lestir.
í öðrum byggingum hafa menn
rekizt á kalksteinsblakkir, sem
ætla má að vegi um 200 lestir.
Af mynd, sem sýnir 88 menn
í fjórum röðum vera að