Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 34

Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL landsins og æðstiprestur. En prestarnir voru tæpast sérstök stétt og aðallinn og embættis- mennirnir voru heldur ekki ríki í ríkinu. Hin eiginlega forsenda fyrir völdum Kúfús faraós var, eins og í mörgum fornum þjóð- félögum, algert ófrelsi þjóðar- innar, hlutverk almúgans var nánast sambærilegt við starf- semi véla Gg verkfæra nútím- ans. Þeir voru algerlega rétt- lausir og áttu það sameiginlegt rneð faraó, að ekki mátti refsa þeim; brytu þeir af sér, urðu eigendur þeirra að gjalda fyrir. Á hinn bóginn var það einka- mál þrælaeiganda hvort hann drap þræla sína; þeir voru ekki annað en heimilisgagn. Dræpi einhver þræl nágranna síns, bar honum að greiða skaðabætur. Til erfiðustu þrælavinnu — í myllum, námum og við bygg- ingu pýramídanna voru einkum notaðir stríðs- og refsifangar, en ekki var alltaf nóg til af þeim. Á daginn urðu þessir þrælar að þola brunahita sólarinnar og svipuhögg verkstjóranna auk stritsins, og í nístingskulda næturinnar hýrðust þeir í mold- ar- eða leirkofum í eyðimerkur- sandinum. Fundizt hafa leifar þeirra og af samtímateikningum vitum við, að í þeim var ekki annar búnaður en motta úr Nílarsefi og pottur á þrífæti. Maturinn var einhæfur. Kúfú faraó virðist hafa alið þræla sína á lauk og hreðkum; annað er ekki á matvælalistum, sem fundizt hafa. Á þessum nauma kosti drógu þrælarnir fram lífið, og að lok- um hafa þeir dregið upp síðustu blökkina — toppsteininn — og komið honum fyrir. Hann var úr graníti og hefur annað hvort verið húðaður með skíru gulli eða svo gljástrokinn, að hann iýsti eins og viti þegar sólin var gengin undir niðri við fljótið, en skein enn á tind pýramídans. Dýrð og veldi sólguðsins endur- speglaðist þá í þessu mikla mannvirki. En dramb er falli næst. Með Kúfúpýramídanum náðu ekki aðeins þessar stór- kostlegu grafhýsabyggingar, þessi tákn sjálfsdýrkunar, há- marki sínu, heldur urðu þá jafn- framt tímamót í sögu konungs- valdsins. Frá þeim tíma tók að halla undan fæti og rúmum hundrað árum eftir dauða Kú- fús brauzt egypzka byltingin út og drekkti tímabili pýramídanna í eldi og blóði . . . Með hverjum nýjum faraó urðu prýramídarnir minni. Fjár- hirzlurnar voru að vísu enn jafnóþrjótandi, en konungarnir réðu ekki lengur yfir nægilegum mannafla og efnivið til jafnóarð- bærra stórbygginga; í stað þess lögðu þeir meira upp úr fegrun þeirra og öllum búnaði og not- uðu óspart granít og alabastur. En allt bar þetta einkenni ó- kyrrðar og hruns. Virðingin fyr- ir guðakonungnum þvarr óðum, valdið rann þeim srnátt og smátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.