Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 34
32
ÚRVAL
landsins og æðstiprestur. En
prestarnir voru tæpast sérstök
stétt og aðallinn og embættis-
mennirnir voru heldur ekki ríki
í ríkinu. Hin eiginlega forsenda
fyrir völdum Kúfús faraós var,
eins og í mörgum fornum þjóð-
félögum, algert ófrelsi þjóðar-
innar, hlutverk almúgans var
nánast sambærilegt við starf-
semi véla Gg verkfæra nútím-
ans. Þeir voru algerlega rétt-
lausir og áttu það sameiginlegt
rneð faraó, að ekki mátti refsa
þeim; brytu þeir af sér, urðu
eigendur þeirra að gjalda fyrir.
Á hinn bóginn var það einka-
mál þrælaeiganda hvort hann
drap þræla sína; þeir voru ekki
annað en heimilisgagn. Dræpi
einhver þræl nágranna síns, bar
honum að greiða skaðabætur.
Til erfiðustu þrælavinnu — í
myllum, námum og við bygg-
ingu pýramídanna voru einkum
notaðir stríðs- og refsifangar,
en ekki var alltaf nóg til af
þeim.
Á daginn urðu þessir þrælar
að þola brunahita sólarinnar og
svipuhögg verkstjóranna auk
stritsins, og í nístingskulda
næturinnar hýrðust þeir í mold-
ar- eða leirkofum í eyðimerkur-
sandinum. Fundizt hafa leifar
þeirra og af samtímateikningum
vitum við, að í þeim var ekki
annar búnaður en motta úr
Nílarsefi og pottur á þrífæti.
Maturinn var einhæfur. Kúfú
faraó virðist hafa alið þræla
sína á lauk og hreðkum; annað
er ekki á matvælalistum, sem
fundizt hafa.
Á þessum nauma kosti drógu
þrælarnir fram lífið, og að lok-
um hafa þeir dregið upp síðustu
blökkina — toppsteininn — og
komið honum fyrir. Hann var
úr graníti og hefur annað hvort
verið húðaður með skíru gulli
eða svo gljástrokinn, að hann
iýsti eins og viti þegar sólin var
gengin undir niðri við fljótið,
en skein enn á tind pýramídans.
Dýrð og veldi sólguðsins endur-
speglaðist þá í þessu mikla
mannvirki. En dramb er falli
næst. Með Kúfúpýramídanum
náðu ekki aðeins þessar stór-
kostlegu grafhýsabyggingar,
þessi tákn sjálfsdýrkunar, há-
marki sínu, heldur urðu þá jafn-
framt tímamót í sögu konungs-
valdsins. Frá þeim tíma tók að
halla undan fæti og rúmum
hundrað árum eftir dauða Kú-
fús brauzt egypzka byltingin út
og drekkti tímabili pýramídanna
í eldi og blóði . . .
Með hverjum nýjum faraó
urðu prýramídarnir minni. Fjár-
hirzlurnar voru að vísu enn
jafnóþrjótandi, en konungarnir
réðu ekki lengur yfir nægilegum
mannafla og efnivið til jafnóarð-
bærra stórbygginga; í stað þess
lögðu þeir meira upp úr fegrun
þeirra og öllum búnaði og not-
uðu óspart granít og alabastur.
En allt bar þetta einkenni ó-
kyrrðar og hruns. Virðingin fyr-
ir guðakonungnum þvarr óðum,
valdið rann þeim srnátt og smátt