Úrval - 01.02.1955, Síða 40
38
ÚRVAL
með þeim við það að blessun
hjónabandsins hefur fallið þeim
í skaut; og rekist maður á
hinn breytta æskufélaga á
simnudagsferjunni til Kaup-
mannahafnar, sitjandi milli
glaðlegrar eiginkonu og mas-
andi tengdamóður og sötrandi
te úr bolla, sæll og ánægður á
svip — þá er vissulega sem
við manni blasi heimur krafta-
verkanna.
Þó koma fyrir augnablik hjá
þessum lukkunnar pamfílum
þegar sálir þeirra virðast engj-
ast og sprikla órólega, þegar
sú hamingja sem þeir hafa
glefsað eftir og japlað á situr
allt í einu eins og öngull í koki
þeirra og þegar þeir þrátt fyr-
ir hlýjan hug og virðingu í
garð veiðimannsins sem dró þá
á land, verða gripnir ómót-
stæðilegri löngun til að komast
aftur í hið grugguga vatn sem
þeir voru dregnir upp úr. Ég
á hér alls ekki við misheppnuð
hjónabönd, heldur aðeins þau
sem eru eins velheppnuð og
vænta má í ófullkomnum
heimi; og sérstaklega hef ég
þá í huga tiltekið og raunar
ákaflega algengt atvik, sem ég
hef stundum verið vitni að.
Það er hið vandræðalega
ástand, sem stundum skapast
þegar eiginmaðurinn býður
nokkrum æskuvinum sínum •—
sem enn eru ókvæntir og bera
því með sér öll einkenni svein-
lífisins í háttum og tali — að
ganga inn í helgidóm hjóna-
bandssælunnar og eta þar og
drekka með sér og hinni ungu
konu sinni.
Innan stundar er þá sigið á
veslings manninn þunglyndi,
hann er eins og klofinn, því
að tveir aðilar togast á um
hann, aðilar sem þekkja hann
frá tveim gjörólíkum hliðum.
Hann getur ekki talað við
konu sína eins og hann er van-
ur í áheyrn hinna gömlu vina
sinna, því að hann grunar að
á bak við kurteislega fram-
komu þeirra leynist dulin kald-
hæðni; og hann getur ekki
talað við vini sína á sama hátt
og áður í áheyrn konu sinnar,
sem ekki gæti tekið þátt í
samræðunum þegar málefni
bæri á góma sem hún þekkti
ekkert til. Auk þess er hún ef
til vill fíngerð og viðkvæm, vön
því að í kunningjahóp hennar
sé gætt fyllsta velsæmis í tali.
En þegar þessi sundurleiti hóp-
ur úr skuggaborgum sveinlífis-
ins hefur fengið nokkrum sinn-
um í glösin, er hætta á að sam-
ræður þeirra renni sjálfkrafa í
gamla farvegi og er þá ekki að
sökum að spyrja, þeir fara að
segja sögur, rifja upp gömlu
ævintýri undir rós, skjóta inn
í lítt prenthæfum athugasemd-
um, og hrjóti þeim gróf áherzlu-
orð af vörum bera þeir fram
klaufalegar afsakanir, en konan
verður óróleg og áhyggjufull
og bros mannsins hennar verð-
ur æ meira beggja blands.
Án þess andrúmsloftið þurfi