Úrval - 01.02.1955, Page 44

Úrval - 01.02.1955, Page 44
42 tJRVAL neinu nemi frá því sem nú er. Fljótt á litið virðist sem ein- hver skekkja hljóti að vera í útreikningum okkar. Því að hvort heldur við fáum matinn sem uppskeru (korn, rótarhýði eða ávextir) eða sem kjöt (bú- peningur eða fiskur) þá er und- irstaða hans, bæði á landi og í sjó, jurtalífið. Að vísu er jurta- gróðurinn í sjónum að mestu leyti aðeins örsmáir einfrum- ungar, sem einu nafni nefnast plöntusvif (phytoplankton), en gróður jarðar aftur á móti stór- vaxnari. En ef nóg er af birtu, vatni, nokkrum einföldum nær- ingarsöltum s. s. kalí, nítröt- um, fosfötum, súlfötum og einnig kolsýru, geta jurtirnar í sjónum framleitt lífræn nær- ingarefni á sama hátt og jurtir á þurru landi. Og úr því að hafið þekur tvo þriðju af yfir- borði jarðar, hlýtur fæðuefna- framleiðslan í sjónum að vera geysimikil. Þó að sjórinn sé að vísu ekki eins frjósamur og þurrlendið, er áætlað, að árs- framleiðslan í sjónum sé um 15.000.000.000 lesta — álíka mikið og á þurru landi. Aug- ljóst er að manninum nýtist ekki nema örlítið brot af þessu sem fæða. Hver er ástæðan til þess, að framleiðslan í sjónum nýtist manninum svona illa? Einna mestum erfiðleikum veldur að plöntusvifið er svo smágert — fæstar tegundirnar lengri en tíundi hluti úr millímetra — og rúmtak og víðátta hafsins svo geysileg, að veiði þess hefur lítið sem ekkert verið reynd. Einnig eru milliliðirnir milli þess og mannsins margir. Plöntusvifið er fæða fyrir dýrasvifið í sjónum, en það er aftur fæða fyrir maðka, skel- fisk og önnur svipuð dýr, sem lifa við botninn, og flestir fisk- ar éta aðeins þessi botndýr. Oft eru milliliðirnir enn fleiri, og við hvern millilið fer meira. og minna til spillis. Sumir vís- indamenn áætla, að sú sóun nemi allt að 90% hjá hverjum millilið. Er því sízt að undra þótt sá hiuti, sem kemur í hlut okkar mannanna sé lítill. En fleiri erfiðleikar koma til: þó að geysimikið sé af sum- um þeim næringarefnum (eink- um köfnunarefni og fosfór), sem plönturnar þurfa sér til vaxtar, í sjónum, er megnið af því á svo miklu dýpi, að plöntu- svifið hefur ekki not af því, enda er reyndin sú, að skort- ur á köfnunarefni og fosfór er mjög mikill hemill á jurtar- gróðrinum á sjónum. Er þá engin von til þess að hægt sé að auka uppskeruna úr sjónum ? Menn hafa látið sér til hugar koma að hagnýta plöntusvifið sjálft og losna þannig við milliliðina. En svif- ið er smátt og svo dreift um sjóinn, að sía þyrfti milljón- ir lesta af sjó gegnum hárfín net til þess að fá uppskeru sem nokkru nemur. Kunnur fiski-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.