Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 44
42
tJRVAL
neinu nemi frá því sem nú er.
Fljótt á litið virðist sem ein-
hver skekkja hljóti að vera í
útreikningum okkar. Því að
hvort heldur við fáum matinn
sem uppskeru (korn, rótarhýði
eða ávextir) eða sem kjöt (bú-
peningur eða fiskur) þá er und-
irstaða hans, bæði á landi og í
sjó, jurtalífið. Að vísu er jurta-
gróðurinn í sjónum að mestu
leyti aðeins örsmáir einfrum-
ungar, sem einu nafni nefnast
plöntusvif (phytoplankton), en
gróður jarðar aftur á móti stór-
vaxnari. En ef nóg er af birtu,
vatni, nokkrum einföldum nær-
ingarsöltum s. s. kalí, nítröt-
um, fosfötum, súlfötum og
einnig kolsýru, geta jurtirnar
í sjónum framleitt lífræn nær-
ingarefni á sama hátt og jurtir
á þurru landi. Og úr því að
hafið þekur tvo þriðju af yfir-
borði jarðar, hlýtur fæðuefna-
framleiðslan í sjónum að vera
geysimikil. Þó að sjórinn sé að
vísu ekki eins frjósamur og
þurrlendið, er áætlað, að árs-
framleiðslan í sjónum sé um
15.000.000.000 lesta — álíka
mikið og á þurru landi. Aug-
ljóst er að manninum nýtist
ekki nema örlítið brot af þessu
sem fæða.
Hver er ástæðan til þess, að
framleiðslan í sjónum nýtist
manninum svona illa? Einna
mestum erfiðleikum veldur að
plöntusvifið er svo smágert —
fæstar tegundirnar lengri en
tíundi hluti úr millímetra — og
rúmtak og víðátta hafsins svo
geysileg, að veiði þess hefur
lítið sem ekkert verið reynd.
Einnig eru milliliðirnir milli
þess og mannsins margir.
Plöntusvifið er fæða fyrir
dýrasvifið í sjónum, en það er
aftur fæða fyrir maðka, skel-
fisk og önnur svipuð dýr, sem
lifa við botninn, og flestir fisk-
ar éta aðeins þessi botndýr.
Oft eru milliliðirnir enn fleiri,
og við hvern millilið fer meira.
og minna til spillis. Sumir vís-
indamenn áætla, að sú sóun
nemi allt að 90% hjá hverjum
millilið. Er því sízt að undra
þótt sá hiuti, sem kemur í hlut
okkar mannanna sé lítill.
En fleiri erfiðleikar koma til:
þó að geysimikið sé af sum-
um þeim næringarefnum (eink-
um köfnunarefni og fosfór),
sem plönturnar þurfa sér til
vaxtar, í sjónum, er megnið af
því á svo miklu dýpi, að plöntu-
svifið hefur ekki not af því,
enda er reyndin sú, að skort-
ur á köfnunarefni og fosfór er
mjög mikill hemill á jurtar-
gróðrinum á sjónum.
Er þá engin von til þess að
hægt sé að auka uppskeruna
úr sjónum ? Menn hafa látið sér
til hugar koma að hagnýta
plöntusvifið sjálft og losna
þannig við milliliðina. En svif-
ið er smátt og svo dreift um
sjóinn, að sía þyrfti milljón-
ir lesta af sjó gegnum hárfín
net til þess að fá uppskeru sem
nokkru nemur. Kunnur fiski-