Úrval - 01.02.1955, Síða 50
48
ÚRVAL,
og að lokum . . . Geneviéve
sneri sér undan og orðin köfn-
uðu í hálsi hennar — . . . að
lokum hvíslaði hann nafn henn-
ar. En hann brosti þegar höfuð
hans féll aftur á koddann . . .
Ég tók utan um hana og við
gengum út, hlið við hlið.
Hún kom til okkar þegar
djöfulæðið byrjaði. Sunnudag-
inn 28. marz lenti flugvél
nokkru áður en skothríðin hófst
og með henni kom Geneviéve.
Hún leitaði mig uppi í spítal-
anum, sem var grafinn í jörðu.
Önnur flugvél átti að koma
seinna og með henni áttu að
fara þeir hermenn sern alvarleg-
ast voru særðir, sautján alls,
og hún ætlaði að hjúkra þeim
á leiðinni. En það kom aldrei
nein flugvél.
Uppreisnarmenn hófu alls-
herjar atlögu að Dien Bien Fu
og tepptu frekari aðflutninga.
Um kvöldið kom hún til mín
í byrgið og sagði auðmjúk:
— Ur því að ég kemst ekki aft-
ur, er ég reiðubúin til þjónustu.
Ég fylgdi henni að tjaldi þar
sem lágu tíu lítið særðir her-
menn innan um aðra alvarlega
særða. Hún leit snöggvast á
mig, brosti alvarlega og byrjaði
svo án frekari umsvifa að
hjúkra hinum særðu. Það hvíldi
yfir henni einhver ró, sem olli
því að ég staldraði við, ef til
vill dálítið forvitinn . . .
Yfir undrandi andlit her-
mannanna færðist bros þegar
hún yrti á þá. Einbeitt og á-
kveðin tók hún til við það sem
hún taldi skyldu sína. Hún
skipti um sáraumbúðir, hreins-
aði sárin og mataði þá. Einn
hafði misst handlegg, annar
fót, þriðji kannski hvort-
tveggja. Eða kannski var hann
aðeins með hálfan ristil, sem
opnaðist út um kviðinn þar sem
hægðirnar tæmdust út.
Hún sinnti hverju verki eins
og sjálfsögðum hlut af ná-
kvæmni og umhyggju og fersk
æskurödd hennar fyllti tjaldið.
—- Svona, bara eitt spor til,
var það sárt . . . Villtu eitt-
livað að drekka ? Ég skal sækja
saft . . . Sígarettu? Ö, ég
reyki ekki, en ég er viss um
að majórinn lætur mig hafa
eina. Ég rétti henni pakkann
minn og fór út í myrkrið. Rödd
hennar hljómaði áfram innra
með mér.
1%/íÖRGUM klukkutímum síð-
ar kom hún aftur. Hún var
þreytuleg, en hafði ekki orð
á því. Án þess að spyrja tók
hún til að lagfæra óhreinar og
blautar sjúkrabörur og kom
þeim fyrír milli tveggja rúma,
sem í lágu tveir særðir liðsfor-
ingjar. Svo lagðist hún á bör-
urnar og sofnaði vært.
Raunverulega var hvergi
pláss fyrir hana hjá okkur. Hún
svaf þar sem henni datt í hug,
oft í sjálfri skurðstofunni á
börum. Hún hafði heldur ekki
önnur föt en þau sem hún stóð
í. Við kepptumst um að bjóða