Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 59
I STUTTU MÁLI
5 T
starfsemi. I þessum kulda voru
þeir hafðir í sex tíma, en þá
voru þeir settir í hæfilega hlýju
aftur. Það kom í ljós, að tíma-
ákvörðun þeirra seinkaði um
þessa sex tíma. Litaskiptin
urðu sex tímum á eftir áætlun.
Ekki er tímaskyn þessara
smádýra þó alveg óháð um-
hverfinu. Þegar þeir voru flutt-
ir frá austurströnd Ameríku
til vesturstrandarinnar þar sem
sólin sezt þrem tímum seinna,
skiptu þeir fyrsta daginn hálf
tíma of seint um lit, en eftir
það hurfu þeir aftur til tíma-
tals austurstrandarinnar og
létu umhverfið ekki hafa frek-
ari áhrif á sig.
Dauðinn er forsenda lífsins.
Allar lífverur nota við lífs-
ferli sín (livsprocesser) súrefni
og kolsýru, sem þær taka til
sín frá andrúmsloftinu með
ýmiskonar öndunaraðferðum.
Með rannsóknum síðari ára
hafa menn komizt að raun um
að hér sé um víxlaverkanir að
ræða og að megnið af þeim
lofttegundum, sem eru eins og
hjúpur um jörð vora, eigi upp-
runa sinn í lífverum jarðarinn-
ar, einkum þó plöntunum. Það
er að vísu rétt, að stöðugt á
sér stað myndun súrefnis í
efstu lögum gufuhvolfsins, þar
sem vatnsgufa klofnar í súr-
efni og vetni fyrir áhrif geim-
geisla og rafmagns. Jafnframt
berst andrúmsloftinu kolsýra
frá virkum eldfjöllum jarðar-
innar. En svo virðist sem þetta
aðstreymi súrefnis og kolsýru
til andrúmsloftsins hafi lítil
áhrif á jafnvægið í gufuhvolf-
inu, því að þessi efni bindast
jafnóðum aftur, súrefnið við
ildingu (ryðmyndun o. fl.) og
kolsýran við myndun óuppleys-
anlegra steinefna. Það verður
því einkum sjálft lífsferlið sem
sér andrúmsloftinu fyrir frjálsu
súrefni og kolsýru. Það eru
plönturnar, sem með kolsýru-
námi sínu framleiða súrefni
það sem er í andrúmsloftinu.
Kolsýrunám (fotosyntesa) jurt-
anna er í því fólgið, að þær
taka til sín kolsýru úr and-
rúmsloftinu og breyta henni
með aðstoð sólarorkunnar í
sykur og önnur lífræn efni. Á
þessum lífrænu efnum lifa svo
öll dýr jarðarinnar. Nýting
þeirra fer fram við bruna 1
líkamanum en við brunann
myndast kolsýra.
Hringrás kolsýrunnar og
súrefnisins, þessara lífgæfu
lofttegunda, er svo ör, eða
fjöldi lífvera á jörðinni svo
mikill, að allt andrúmsloftið
leggur á tiltölulega skömmum
tíma leið sína gegnum þær.
Kunnur vísindamaður, Eugéne
Rabinowitch, hefur reiknað út,
að allar jurtir bæði í sjó og á
landi myndu geta bundið alla
kolsýruna í gufuhvolfinu á að-
eins þrem árum! — ef lífið
væri ekki fólgið i fæðingu og
dauða, þ. e. ef ekki væri stöð-
ug rotnun og endurnýjun til