Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 62
60
ÚRVAL
87 og Pakistan og Indónesía
sínar 76 milljónir hvort. Banda-
ríkin eru í fjórða sæti með 160
milljónir. Stórabretland, sem er
fólksflest Evrópulandanna, er
áttunda í röðinni með 51 millj-
ón. Það er aðeins gagnvart hin-
um eiginlegu Austurasíuþjóð-
um, sem hin evrópsk-ameríska
blökk heldur sínu: 845 milljón-
ir á móti 661 milljón. En það
er hvorki Vesturevrópa með
sínar 575 milljónir íbúa, né
Norðurameríka, sem er nafli
heimsins. Það er í Asíu, sem
örlagaþráður heimsins er
spunninn á vorum tímum. 1 því
mikla þjóðahafi er ekki aðeins
að finna mestar þarfir og mesta
möguleika, það ber einnig í sér
vísir að þungamiðju valdsins í
heiminum og þá um leið erfið-
ustu vandamálin og mestu
hætturnar. Vilji menn leysa hin
miklu alþjóðavandamál, þá er
lausn þeirra fyrst og fremst að
finna í Asíu. En einnig í
Afríku bæra uppreisnaröflin á
sér — í Egyptalandi, í Mau
Mau hreyfingunni í Kenya, í
nýlendum Frakka í Norður-
afríku, í Suðurafríkusamband-
inu þar sem kynþáttamisréttið
birtist í sinni ljótustu mynd og
víðar á meginlandi Afríku.
Aldrei fyrr hafa gengið því-
líkir byltingartímar yfir mann-
kynið sem nú.
P.S. Með því að ibúum jarðar-
innar fjölgar um 25 milljónir á
ári eru nýjustu manntalstölur,
sem orðnar eru árs gamlar, raun-
ar þegar úreltar. Samkvœmt þeim
eru íbiíar jarðarinnar 2J/16 millj-
ónir. Tala þeirra hefur þrefald-
ast stðan um aldamótin 1800.
Þrátt fyrir hið gífurlega mannfail
í síðari heimsstyrjöldinni — 58
milljónir fallnir, myrtir í gasklef-
um o. s. frv. — fjölgaði mann-
kyninu um 90 milljónir!
Fáfræði.
Yfirlit yfir tungumál heims-
ins og útbreiðslu þeirra sýnir
að sjálfsögðu ýms frávik frá
venjulegu manntali. Tafla yfir
útbreiðslu lielztu tungumálanna
lítur þannig út:
Enska
320 millj. móðurmál 232 millj.
Rússneska
220 millj. móðurmál 110 millj.
Þýzka
130 millj. móðurmál 92 millj.
Spænska
130 millj. móðurmál 112 millj.
Franska
120 millj. móðurmál 54 millj.
Alþjóðamál
2 millj. helmingurinn Esperanto
En eitt er að tala málin og
annað að lesa þau og skrifa. I
Pakistan eru aðeins 13,8% í-
búanna læsir og skrifandi, í
Indlandi 20, í mörgum löndum
innan við 25%. Af öllum íbú-
um jarðarinnar er talið að að-
eins helmingurinn sé læs og
skrifandi og er það líklega hátt
reiknað. I þessum tölum felst