Úrval - 01.02.1955, Side 71

Úrval - 01.02.1955, Side 71
„KODDABÓKIN“ 69 ar hann blævængnum svo að skrjáfar í. Ég gæti hatað hann! Nei, það er ekki nógu sterkt að orði kveðið: andstyggð er rétt- nefni á slíkri hegðun. Rétt hegð- un þess sem yfirgefur vinkonu sína í morgunsárið er eitthvað á þessa leið: Hann er hryggur yfir því að þurfa að fara. Hann rís treglega upp og andvarpar þegar hún segir alvarlega: Ó, það er orðið svo bjart, nú verð- urðu að fara! En þrátt fyrir þessi orð hennar ætti hann að sitja áfram við hlið hennar og hvísla ástarorðum í eyru henn- ar, eins og hann hefur gert alla nóttina. Að lokum klæðir hann sig í skyndi. Og þegar hann kemst ekki lengur hjá því að kveðja, þá ganga þau saman út að garðdyrunum, og þegar þau kveðjast, segir hann hryggur: Hve þessi dagur verð- ur einmanalegur og endalaus án þín! Þá mun hún sakna hans allan daginn og þrá hann. Þetta er einmitt aðferðin til þess að skilja eftir djúp og varanleg áhrif í brjósti hennar." Ástarbréf: „Hann var vanur að skrifa henni bréf á hverjum morgni — en nú var hann reið- ur við hana og hún gat ekki vænzt þess að fá bréf. Nóttina áður hafði hann sagt: sparaðu þér orðin, ég kem aldrei aftur til þín! Daginn eftir heyrði hún ekkert frá honum, og hún var þreytt og örvæntingarfull og hugsaði: Ó, hvað hann getur verið miskunnarlaus! Næsta dag var rigning, tíminn sniglaðist á- fram grár og ömurlegur, há- degi kom, og enn engar fréttir. Hún hugsaði: nú er öllu lokið. —■ 1 ljósaskiptunum, þegar hún sat á svölunum, kom drengur með spennta regnhlíf og var með bréf frá honum. Hún opnaði það, brennheit af eftirvæntingu. Aðeins ein lína: Vatnið hækkar án afláts . . . En þessi lína var henni meira virði en langt ást- arbréf, því að í ljóðinu stendur: Eins og vatniö í mýrunum í Yoclo hœkkar án afláts í rignlngunni, þannig vex ástin í brjósti mér.“ Um efri ár Sei Sjonagon er fátt vitað. Af mörgum misjafn- lega áreiðanlegum heimildum er sú sennilegust sem segir, að hún hafi lokið ævi sinni í Búdda- klaustri. Síðustu orðin, sem eftir henni eru höfð, á hún að hafa sagt eitt sinn er nokkrir tign- armenn voru á ferðalagi og fóru framhjá hrörlegum kofa í nánd við klaustur. Einn mannanna hafði orð á því, að sagt væri að Sei Sjonagon, hirðmær frá liðnu stjórnartímabili, byggi hér. I sömu svifum rak gömul og skorpin kerling höfuðið út um dyrnar og kallaði: „Hæ, þið þarna, viljið þið kaupa gamla fætur?“ Sei Sjonagon vitnaði með þessum orðum til gamallar kínverskrar sögu, sem greinir frá svo kynbornum veð- hlaupahestum, að það mundi síðar meir reynast arðvænlegt að safna fótum þeirra og geyma þá sem dýrgripi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.