Úrval - 01.02.1955, Page 71
„KODDABÓKIN“
69
ar hann blævængnum svo að
skrjáfar í. Ég gæti hatað hann!
Nei, það er ekki nógu sterkt að
orði kveðið: andstyggð er rétt-
nefni á slíkri hegðun. Rétt hegð-
un þess sem yfirgefur vinkonu
sína í morgunsárið er eitthvað
á þessa leið: Hann er hryggur
yfir því að þurfa að fara. Hann
rís treglega upp og andvarpar
þegar hún segir alvarlega: Ó,
það er orðið svo bjart, nú verð-
urðu að fara! En þrátt fyrir
þessi orð hennar ætti hann að
sitja áfram við hlið hennar og
hvísla ástarorðum í eyru henn-
ar, eins og hann hefur gert
alla nóttina. Að lokum klæðir
hann sig í skyndi. Og þegar
hann kemst ekki lengur hjá
því að kveðja, þá ganga þau
saman út að garðdyrunum, og
þegar þau kveðjast, segir hann
hryggur: Hve þessi dagur verð-
ur einmanalegur og endalaus án
þín! Þá mun hún sakna hans
allan daginn og þrá hann. Þetta
er einmitt aðferðin til þess að
skilja eftir djúp og varanleg
áhrif í brjósti hennar."
Ástarbréf: „Hann var vanur
að skrifa henni bréf á hverjum
morgni — en nú var hann reið-
ur við hana og hún gat ekki
vænzt þess að fá bréf. Nóttina
áður hafði hann sagt: sparaðu
þér orðin, ég kem aldrei aftur
til þín! Daginn eftir heyrði hún
ekkert frá honum, og hún var
þreytt og örvæntingarfull og
hugsaði: Ó, hvað hann getur
verið miskunnarlaus! Næsta dag
var rigning, tíminn sniglaðist á-
fram grár og ömurlegur, há-
degi kom, og enn engar fréttir.
Hún hugsaði: nú er öllu lokið.
—■ 1 ljósaskiptunum, þegar hún
sat á svölunum, kom drengur
með spennta regnhlíf og var með
bréf frá honum. Hún opnaði
það, brennheit af eftirvæntingu.
Aðeins ein lína: Vatnið hækkar
án afláts . . . En þessi lína var
henni meira virði en langt ást-
arbréf, því að í ljóðinu stendur:
Eins og vatniö í mýrunum í Yoclo
hœkkar án afláts í rignlngunni,
þannig vex ástin í brjósti mér.“
Um efri ár Sei Sjonagon er
fátt vitað. Af mörgum misjafn-
lega áreiðanlegum heimildum er
sú sennilegust sem segir, að
hún hafi lokið ævi sinni í Búdda-
klaustri. Síðustu orðin, sem eftir
henni eru höfð, á hún að hafa
sagt eitt sinn er nokkrir tign-
armenn voru á ferðalagi og fóru
framhjá hrörlegum kofa í nánd
við klaustur. Einn mannanna
hafði orð á því, að sagt væri
að Sei Sjonagon, hirðmær frá
liðnu stjórnartímabili, byggi
hér. I sömu svifum rak gömul
og skorpin kerling höfuðið út
um dyrnar og kallaði: „Hæ,
þið þarna, viljið þið kaupa
gamla fætur?“ Sei Sjonagon
vitnaði með þessum orðum til
gamallar kínverskrar sögu, sem
greinir frá svo kynbornum veð-
hlaupahestum, að það mundi
síðar meir reynast arðvænlegt
að safna fótum þeirra og geyma
þá sem dýrgripi.